Innlent

Reiddist barþjóni og réðist á hann með barsmíðum

Gissur Sigurðsson skrifar
Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt.
Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt. vísir/tumi
Maður, sem neitað var um afgreiðslu á bar í austurborginni um kvöldmatarleitið í gær, reiddist þjóninum svo heiftarlega að hann réðst á hann með barsmíðum.

Tveir gestir komu þjóninum til hjálpar og héldu manninum þar til lögregla kom á vettvang, handtók manninn og vistaði hann í fangageymslu.

Þá réðst maður að öðrum manni í Austurstræti á öðrum tímanum í nótt. Hann var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn.

Þolandinn var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild, en fréttastofu er ekki kunnugt um hversu mikið hann er meiddur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×