Innlent

Umferðartafir á gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Löng bílaröð myndaðist.
Löng bílaröð myndaðist. Vísir/Ingvar
Umferðartafir urðu á Miklubraut og Kringlumýrarbraut um klukkan fimm í dag þegar fólksbíll ók aftan á annan fólksbíl. Engin slys urðu á fólki. Sjúkrabíll var staddur á staðnum fyrir tilviljun.

Áreksturinn varð á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og því stöðvaðist umferð um stund. Hún mun vera að komast í samt lag núna og ættu því þeir sem eru að halda heim úr vinnunni að komast leiðar sinnar fljótlega.

Áreksturinn varð síðdegis í dag.Vísir/Tryggvi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×