Sjúkrahúsprestur segir fleiri aldraða leita sér aðstoðar vegna sjálfsvígstilrauna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. september 2015 19:03 Öldruðum sem leita sér aðstoðar vegna sjálfsvígstilrauna hefur fjölgað síðustu ár. Þetta segir sjúkrahúsprestur og að sumir þeirra búi við lakari kjör nú en fyrir hrun sem hafi áhrif á líðan fólksins. Árlega leggst fjöldi Íslendinga inn á sjúkrahús eftir að hafa reynt sjálfsvíg. Nýjustu tölur, sem eru frá árinu 2013, sýna að það ár lögðust ríflega eitt hundrað manns inn á sjúkrahús vegna sjálfskaða. Á Landspítalanum eru starfandi sjö prestar og einn djákni. Þeir koma oft að málum þar sem um er að ræða sjálfsvíg eða sjálfsvígstilraunir. „Það er ekki bara yngra fólk sem að þarna á hlut að máli. Það er bæði yngra fólk og eins fólk sem er eldra og jafnvel komið á eftirlaunaaldur,“ segir Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Tölur frá Landlæknisembættinu sýna að á árunum 2009 til 2012 tóku á bilinu 3-5 einstaklingur 65 ára og eldri sitt eigið líf á hverju ári. Þá var 21 einstaklingur 50 ára og eldri lagður inn á sjúkrahús vegna sjálfsskaða árið 2013. Nýrri tölur eru ekki til. Bragi segir það sína tilfinningu að öldruðum sem taka sitt eigið líf eða sem leita sér aðstoðar vegna sjálfsvígtilraunar hafi fjölgað á síðustu árum. Sumir búi viðlakari kjör en fyrir hrun og það hefur áhrif á líðan fólksins. Mikilvægt að huga að forvörnum „Ég er búin að starfa 26 ár á Landspítalanum og mér finnst þetta meira áberandi á seinni árum og sérstaklega þetta núna, allra síðustu árin, þáfinnst mér hópur aldraðra sem stendur illa meira áberandi en hann var áður. Sá hópur sem auðvitað fór mjög illa út úr hruninu það eru einstaklingar þarna sem eru ekkert endilega að fara í gegnum batnandi ástand þrátt fyrir það sem hefur verið reynt að gera í úrræðum, opinberum úrræðum og öðru slíku. Þó að almennur efnahagur fari batnandi þá er hann ekkert endilega að gagnast þessu fólki. Við sjáum marga sem til dæmis geta ekki nýtt sér almennilega heilbrigðisúrræðin vegna þess þeir hreinlega hafa ekki efni á því og að hinu leytinu eru búsetuúrræðin líka takmörkuð. Þetta hefur allt auðvitað sín áhrif þegar fólk sér ekki fram á framtíð sem er neitt skárri,“ segir Bragi. Í dag er Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna. Sérstök dagskrá var á Þjóðaminjasafninu í tilefni dagsins. Þar mátti sjá fjörtíu skópör sem raðað hafði verið upp en pörin áttu að tákna þann fjölda Íslendinga sem tekur sitt eigið líf á hverju ári. Bragi segir mikilvægt að huga að forvörnum. „Almennt talað má segja það að við látum okkur varða um hvort annað sé stærsta atriðið. Ef við erum samfélag sem að segjum sem svo að ég hugsa bara um mig og mína og læt þar við sitja þá er hætt við að það verði margir sem að falli utan rammans,“ segir Bragi. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Öldruðum sem leita sér aðstoðar vegna sjálfsvígstilrauna hefur fjölgað síðustu ár. Þetta segir sjúkrahúsprestur og að sumir þeirra búi við lakari kjör nú en fyrir hrun sem hafi áhrif á líðan fólksins. Árlega leggst fjöldi Íslendinga inn á sjúkrahús eftir að hafa reynt sjálfsvíg. Nýjustu tölur, sem eru frá árinu 2013, sýna að það ár lögðust ríflega eitt hundrað manns inn á sjúkrahús vegna sjálfskaða. Á Landspítalanum eru starfandi sjö prestar og einn djákni. Þeir koma oft að málum þar sem um er að ræða sjálfsvíg eða sjálfsvígstilraunir. „Það er ekki bara yngra fólk sem að þarna á hlut að máli. Það er bæði yngra fólk og eins fólk sem er eldra og jafnvel komið á eftirlaunaaldur,“ segir Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Tölur frá Landlæknisembættinu sýna að á árunum 2009 til 2012 tóku á bilinu 3-5 einstaklingur 65 ára og eldri sitt eigið líf á hverju ári. Þá var 21 einstaklingur 50 ára og eldri lagður inn á sjúkrahús vegna sjálfsskaða árið 2013. Nýrri tölur eru ekki til. Bragi segir það sína tilfinningu að öldruðum sem taka sitt eigið líf eða sem leita sér aðstoðar vegna sjálfsvígtilraunar hafi fjölgað á síðustu árum. Sumir búi viðlakari kjör en fyrir hrun og það hefur áhrif á líðan fólksins. Mikilvægt að huga að forvörnum „Ég er búin að starfa 26 ár á Landspítalanum og mér finnst þetta meira áberandi á seinni árum og sérstaklega þetta núna, allra síðustu árin, þáfinnst mér hópur aldraðra sem stendur illa meira áberandi en hann var áður. Sá hópur sem auðvitað fór mjög illa út úr hruninu það eru einstaklingar þarna sem eru ekkert endilega að fara í gegnum batnandi ástand þrátt fyrir það sem hefur verið reynt að gera í úrræðum, opinberum úrræðum og öðru slíku. Þó að almennur efnahagur fari batnandi þá er hann ekkert endilega að gagnast þessu fólki. Við sjáum marga sem til dæmis geta ekki nýtt sér almennilega heilbrigðisúrræðin vegna þess þeir hreinlega hafa ekki efni á því og að hinu leytinu eru búsetuúrræðin líka takmörkuð. Þetta hefur allt auðvitað sín áhrif þegar fólk sér ekki fram á framtíð sem er neitt skárri,“ segir Bragi. Í dag er Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna. Sérstök dagskrá var á Þjóðaminjasafninu í tilefni dagsins. Þar mátti sjá fjörtíu skópör sem raðað hafði verið upp en pörin áttu að tákna þann fjölda Íslendinga sem tekur sitt eigið líf á hverju ári. Bragi segir mikilvægt að huga að forvörnum. „Almennt talað má segja það að við látum okkur varða um hvort annað sé stærsta atriðið. Ef við erum samfélag sem að segjum sem svo að ég hugsa bara um mig og mína og læt þar við sitja þá er hætt við að það verði margir sem að falli utan rammans,“ segir Bragi.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira