Aldrei verið eins erfitt að fá fólk í þjónustustörf Sæunn Gísladóttir skrifar 12. september 2015 07:00 Stefán Melsteð og Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson hafa báðir fundið fyrir því að erfitt sé að fá fólk í þjónustustörf. VíSir/GVA Atvinnuleysi hefur dregist töluvert saman á undanförnum misserum, hins vegar er það enn þá mælanlegt sér í lagi hjá ungu fólki. Í júlímánuði mældist atvinnuleysi 3,9% hjá fólki á aldrinum 16-24 ára og mældist það 6,8% í júní. Þrátt fyrir það virðist mjög erfitt að fá fólk í þjónustustörf. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct, segir að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og núna við að reyna að fá starfsfólk. Lítið af umsóknum berist þegar þeir auglýsi eftir starfsfólki. Hann segist jafnframt vita að þetta ástand sé ekki einstakt hjá honum heldur í þjónustustörfum almennt. „Okkur vantar fólk í fullt starf og hlutastarf, það virðist ekki breyta neinu hvort maður auglýsir. Það er enn þá mælanlegt atvinnuleysi og það er það sem kemur mér svo á óvart,“ segir Sigurður. Sigurður gerir ekki kröfu um fyrri reynslu og oft er það ungt fólk sem vinnur þessi störf. Spurður um hvernig hann ætli að reyna að manna störfin segist hann ætla að halda áfram að auglýsa og reyna að vera samkeppnishæfari miðað við aðra atvinnurekendur. Hins vegar hefur ein lausn hans á vandamálinu einfaldlega verið að flytja starfskrafta inn. Í síðustu viku hafði Sigurður þurft rúmlega 300 aukavinnustundir til að standa undir lágmarksþjónustu. Það er talað um að 171 vinnustund sé full vinna á mánuði, það vantaði því nærri tvær mánaðarstöður hjá mér á einni viku!" Í næstu viku ætlar hann því að fá fjóra Breta til að hjálpa sér. Hann er í samstarfi við erlenda keðju og segir að þar hafi verið rætt um að fá fólk frá þeim til starfa. Það er nú komið í einhverja vinnslu. Sigurður segist hafa áhyggjur af áhrifum af þessu til framtíðar. „Það hefur gengið vel hjá verslunareigendum í sumar. Ef á að halda áfram að byggja á því þá verðum við að hafa eitthvert fólk til að sinna þessum störfum til að halda áfram þessum uppgangi,“ segir Sigurður. Stefán Melsteð, annar eigandi Snaps, tekur undir með Sigurði. Hann segir veitingastaðinn standa mjög vel í grunninn en erfitt sé að finna fólk í hlutastarf á haustin þegar skólinn byrjar og margir starfsmenn hætta. „Við auglýsum þokkalega og það kemur ekki mikið inn af umsóknum. Sérstaklega ef við auglýsum eftir reynslumiklu fólki þá kemur ekkert,“ segir Stefán. Hann telur þó að ástæða þess að svo fáir reynslumiklir finnist í störfin sé einnig sú að það séu svo fáir lærðir þjónar. „Nú er verið að tala um að byggja upp ferðaþjónustuna, þar með talið fleiri hótel og fleiri veitingastaði. Ég hef áhyggjur af því hvernig eigi að fá mannskap í það,“ segir Stefán. Stefán segir að það geti verið fyrirtækinu erfitt að flestir umsækjendur séu ungir krakkar, oft menntaskólanemar, sem þarf að þjálfa. Svo stoppar það stutt í vinnunni, hefur ekki áhuga á framtíðarstarfi, eða er að vinna við þjónustustörf í eins konar millibilsástandi. Auðvitað kostar þetta fyrirtækið alveg svakalega mikið. Snaps hefur ráðið eitthvað af erlendu fólki til sín til að sporna við þessu, hins vegar gera þeir meiri kröfur til þess að þjónar séu íslenskumælandi eftir fremsta megni þegar kemur að þjónustunni frammi í sal, nema í þeim tilvikum þar sem mikil reynsla er að baki. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Atvinnuleysi hefur dregist töluvert saman á undanförnum misserum, hins vegar er það enn þá mælanlegt sér í lagi hjá ungu fólki. Í júlímánuði mældist atvinnuleysi 3,9% hjá fólki á aldrinum 16-24 ára og mældist það 6,8% í júní. Þrátt fyrir það virðist mjög erfitt að fá fólk í þjónustustörf. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct, segir að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og núna við að reyna að fá starfsfólk. Lítið af umsóknum berist þegar þeir auglýsi eftir starfsfólki. Hann segist jafnframt vita að þetta ástand sé ekki einstakt hjá honum heldur í þjónustustörfum almennt. „Okkur vantar fólk í fullt starf og hlutastarf, það virðist ekki breyta neinu hvort maður auglýsir. Það er enn þá mælanlegt atvinnuleysi og það er það sem kemur mér svo á óvart,“ segir Sigurður. Sigurður gerir ekki kröfu um fyrri reynslu og oft er það ungt fólk sem vinnur þessi störf. Spurður um hvernig hann ætli að reyna að manna störfin segist hann ætla að halda áfram að auglýsa og reyna að vera samkeppnishæfari miðað við aðra atvinnurekendur. Hins vegar hefur ein lausn hans á vandamálinu einfaldlega verið að flytja starfskrafta inn. Í síðustu viku hafði Sigurður þurft rúmlega 300 aukavinnustundir til að standa undir lágmarksþjónustu. Það er talað um að 171 vinnustund sé full vinna á mánuði, það vantaði því nærri tvær mánaðarstöður hjá mér á einni viku!" Í næstu viku ætlar hann því að fá fjóra Breta til að hjálpa sér. Hann er í samstarfi við erlenda keðju og segir að þar hafi verið rætt um að fá fólk frá þeim til starfa. Það er nú komið í einhverja vinnslu. Sigurður segist hafa áhyggjur af áhrifum af þessu til framtíðar. „Það hefur gengið vel hjá verslunareigendum í sumar. Ef á að halda áfram að byggja á því þá verðum við að hafa eitthvert fólk til að sinna þessum störfum til að halda áfram þessum uppgangi,“ segir Sigurður. Stefán Melsteð, annar eigandi Snaps, tekur undir með Sigurði. Hann segir veitingastaðinn standa mjög vel í grunninn en erfitt sé að finna fólk í hlutastarf á haustin þegar skólinn byrjar og margir starfsmenn hætta. „Við auglýsum þokkalega og það kemur ekki mikið inn af umsóknum. Sérstaklega ef við auglýsum eftir reynslumiklu fólki þá kemur ekkert,“ segir Stefán. Hann telur þó að ástæða þess að svo fáir reynslumiklir finnist í störfin sé einnig sú að það séu svo fáir lærðir þjónar. „Nú er verið að tala um að byggja upp ferðaþjónustuna, þar með talið fleiri hótel og fleiri veitingastaði. Ég hef áhyggjur af því hvernig eigi að fá mannskap í það,“ segir Stefán. Stefán segir að það geti verið fyrirtækinu erfitt að flestir umsækjendur séu ungir krakkar, oft menntaskólanemar, sem þarf að þjálfa. Svo stoppar það stutt í vinnunni, hefur ekki áhuga á framtíðarstarfi, eða er að vinna við þjónustustörf í eins konar millibilsástandi. Auðvitað kostar þetta fyrirtækið alveg svakalega mikið. Snaps hefur ráðið eitthvað af erlendu fólki til sín til að sporna við þessu, hins vegar gera þeir meiri kröfur til þess að þjónar séu íslenskumælandi eftir fremsta megni þegar kemur að þjónustunni frammi í sal, nema í þeim tilvikum þar sem mikil reynsla er að baki.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira