Enski boltinn

Vardy: Eitt það erfiðasta á mínum ferli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vardy í landsleik með Englandi á dögunum.
Vardy í landsleik með Englandi á dögunum. vísir/getty
James Vardy, framherji Leicester og enska landsliðsins í knattspyrnu, segist sjá gífurlega eftir atviki sem átti sér í stað í spilavíti í Leicester í ágúst.

Vardy var þá sakaður um rasisma, en Vísir greindi frá málinu í sumar. Hann fór svo í sitt fyrsta viðtal síðan þeta gerðist við Sky Sports á dögunum.

„Ég bað félagið um að vera í sambandi við strákinn og koma með hann á æfingarsvæðið svo ég gæti beðið hann afsökunar," sagði Vardy við Sky Sports fréttastofuna.

„Hann var ánægður með að koma og tala um þetta og við kláruðum þetta mál. Eftir við hittumst þá vorum við orðnir sáttir og núna langar mig að halda áfram veginn."

„Þetta var virkilega erfitt. Auðvitað líkar þér ekki við að vera á forsíðu blaðana. Það er ekki slæmt þegar þú ert á baksíðunni og það snýst um fótbolta, en þessar kringumstæður voru þær erfiðustu á mínum ferli," sagði Vardy.

Leicester hefur byrjað leiktíðina vel, en þeir eru með átta stig eftir fyrstu þrjá leikina og sitja í þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×