Innlent

Líkamsárás á Reykjavíkurvegi

Bjarki Ármannsson skrifar
Árásin átti sér stað í Hafnarfirði.
Árásin átti sér stað í Hafnarfirði. Vísir/Daníel
Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild eftir líkamsárás fyrir utan bar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði um tíuleytið í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er vitað hver árásarmaðurinn er en ekki hafi tekist að hafa uppi á honum.

Í dagbók lögreglu segir að sá sem fyrir árásinni varð hafi átt í orðaskiptum við ökumann bifreiðar. Sá hafi farið úr bifreiðinni og ráðist á manninn. Árásarmaðurinn ók af vettvangi en mörg vitni voru að árásinni.

Maðurinn sem fyrir árásinni varð var með skerta meðvitund þegar hann var fluttur á brott með sjúkrabifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×