Fótbolti

Sverrir Ingi lagði upp sigurmark Lokeren

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sverrir Ingi.
Sverrir Ingi. Mynd/Vísir
Sverrir Ingi Ingason, miðvörðurinn sterki í Lokeren, lagði upp sigurmark liðsins í 1-0 sigri á St. Liege í belgísku úrvalsdeildinni í dag. Lagði hann upp markið fyrir félaga sinn í miðvarðastöðunni, Mijat Maric en markið kom á 86. mínútu.

Stórlið St. Liege hefur farið illa af stað í belgísku úrvalsdeildinni en liðið fékk óvæntan 1-7 skell gegn Club Brugge í síðustu viku.

Virtist allt stefna í að liðin myndu skipta stigunum á milli sín þegar sigurmark gestanna í Lokeren kom á 86. mínútu. Skoraði Maric þá af stuttu færi eftir aðstoð Sverris Inga.

Lokeren skaust upp í 10. sæti með sigrinum en félagið er með átta stig eftir sjö umferðir, átta stigum á eftir toppliði Oostende.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×