Fótbolti

Kjartan Henry skoraði í öruggum sigri | Birkir Már lagði upp í tapleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kjartan Henry í leik með KR á sínum tíma.
Kjartan Henry í leik með KR á sínum tíma. Vísir/Daníel
Kjartan Henry Finnbogason skoraði annað mark Horsens í öruggum 3-0 sigri á Köge í dönsku 1. deildinni í dag en Horsens komst upp í 8. sæti með sigrinum. Öll mörk Horsens komu á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik.

Kjartan Henry hefur verið funheitur fyrir framan markið í undanförnum leikjum en markið hans í dag var það fjórða í síðustu sex leikjum.

Í Svíþjóð höfðu Hjörtur Logi Valgarðsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson og félagar betur gegn Birki Má Sævarssyni og félögum í Hammarby. Birkir Már lagði upp fyrsta mark leiksins þegar Hammarby komst yfir eftir sextán mínútna leik en Örebro svaraði með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Hammarby skaust upp í 11. sætið í sænsku úrvalsdeildinni með sigrinum en Örebro er tveimur sætum neðar, einu stigi frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×