Enski boltinn

Payet afgreiddi Newcastle | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dimitri Payet fagnar fyrra markinu í kvöld.
Dimitri Payet fagnar fyrra markinu í kvöld. Vísir/Getty
West Ham vann sterkan heimasigur á Newcastle, 2-0, á heimavelli sínum í lokaleik fimmtu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Frakkinn Dmitri Payet stal senunni, en hann skoraði bæði mörk West Ham; eitt í hvorum hálfleik.

Það fyrra skoraði hann með gullfallegu skoti úr vítateignum eftir laglega sókn heimamanna, en í síðari hálfleik fylgdi hann eftir sláarskoti Victors Moses.

Þetta er fyrsti heimasigur West Ham á tímabilinu, en fyrir leikinn var liðið búið að vinna tvo glæsilega útisigra gegn Arsenal og Liverpool.

West Ham er í fimmta sæti deildarinnar með níu stig eftir fimm umferðir, en Newcastle er í vondum málum á botni deildarinnar með tvö stig.

Steve McLaren byrjar ekki vel með Newcastle-liðið sem virkaði mjög ósannfærandi og slakt í kvöld.

Payet kemur West Ham í 1-0: Payet skorar aftur og West Ham kemst í 2-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×