Innlent

Varað við notkun mittisþjálfa að óþörfu

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Það má segja að mittisþjálfinn eða „waist trainer“ tröllríði líkamsræktarheiminum í dag. Eru beltin sérstaklega vinsæl meðal ungra stúlkna. Þeim er smellt yfir mittið í þeim tilgangi að gefa líkamanum grennra yfirbragð.

Samkævæmt leiðbeiningum á að nota beltið í tvo til fjóra tíma á dag til að byrja með og lengja svo tímann þar til mögulegt er að ganga um með beltið allan daginn.

Dæmi eru um að sjúkraþjálfarar hafi ráðlagt notkun mittisbelta vegna bakverkja og ættu þau í raun aðeins að vera notuð í þeim tilgangi enda eru sérfræðingar sammála um að beltin hafi slæm langtímaáhrif á borð við vöðvabólgu, eymsla í baki og rýrnunar djúpra kvið- og bakvöðva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×