Innlent

Reykvíkingar ánægðastir með veðrið í sumar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Austurvöllur er jafnan þétt setin á sumrin.
Austurvöllur er jafnan þétt setin á sumrin. vísir/daníel
Nokkur munur var á ánægju fólks með veðrið á Íslandi í sumar eftir búsetu, ef marka má könnun MMR þess efnis. Þeir sem búsettir eru í Reykjavík voru ánægðastir með veðrið í sumar, en þeir sem búa á Norðaustur- og Austurlandi voru síst ánægðir með veðrið. Heilt yfir lagðist sumarið betur í landsmenn en í fyrra.

mynd/landmælingar íslands/mmr
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 73 prósent Reykvíkinga vera ánægðir með veðrið í sumar, 71,8 prósent þeirra sem búa á Suðurlandi og 71,4 prósent í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Þá voru 40,3 prósent fólks sem búsett er á Norðvestur- og Vesturlandi ánægt með veðrið og 14,0 prósent á Norðaustur- og Austurlandi.

Heilt yfir lagðist veðrið í sumar betur í lansdmenn samanborið við síðustu tvö sumur. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 60,9 prósent vera frekar eða mjög ánægð með veðrið á Íslandi í sumar, borið saman við 45,6 prósent sumarið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×