Innlent

Stal af starfsfólki á Landakoti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Landakot.
Landakot. vísir/gva
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í morgun vegna þjófnaðar á Landakoti. Að sögn Sigurbjörns Jónssonar, aðalvarðstjóra, rótaði þjófurinn í skápum og skúffum á spítalanum.

Þá stal hann einnig af starfsfólki spítalans og fór inn á herbergi þar sem sjúklingar dvelja. Þar rótaði þjófurinn einnig út úr skápum og skúffum en ekki var skráð hjá lögreglunni að hann hefði stolið einhverju af sjúklingum.

Rannsókn málsins er enn í gangi. Þjófurinn gengur að laus en lögreglan kannar nú hvort að hann hafi náðst á myndbandsupptöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×