Líkamsárásarmál fær endurupptöku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2015 11:18 Maðurinn var sakfelldur fyrir að berja í bílrúðu með hafnaboltakylfu með þeim afleiðingum að fórnarlambið er nær sjónlaust í dag. Myndin er úr safni og tengist málinu óbeint. vísir/getty Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni fimmtugs karlmanns um endurupptöku á máli hans en þann 30. apríl þess árs var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Ástæðan fyrir endurupptökunni er sú að meðferð máls mannsins fyrir Hæstarétti var verulega ábótavant. Maðurinn, Hannibal Sigurvinsson, var gert að sök að hafa veist að ofbeldi að manni er sá sat í bifreið sinni. Árásin átti sér stað í Hafnarfirði í september 2010. Hannibal sló með hafnaboltakylfu í rúðu bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði og glerbrot þeyttust í augu fórnarlambsins. Brotaþoli málsins er blindur á öðru auga og með fimmtungs sjón á hinu eftir árásina. Áður hafi fórnarlambið unnið fyrir Hannibal en hann sakaði það meðal annars um að hafa stolið verkfærum af sér. Brotaþoli bar því við fyrir dómi að eftir árásina hafi maðurinn haldið áfram að áreita sig og fjölskyldu sína. Endurupptökubeiðandi í málinu var starfandi í Noregi á þeim tíma er héraðsdómur kvað upp dóm sinn. Hann hafi haft áhuga á að fara yfir stöðuna áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um það. Dómur héraðsdóms hafði verið tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en dómur Hæstaréttar hljómaði hins vegar upp á óskilorðsbundinn dóm. Í gögnum málsins er að finna ódagsetta yfirlýsingu um áfrýjun sem endurupptökubeiðandi skrifaði aldrei undir. Einnig bar hann því við að þar sem hann hefði ekki verið á Íslandi er dómurinn var kveðinn upp hafi honum aldrei verið birtur dómurinn formlega. Samkvæmt því sem fram kemur í úrskurði endurupptökunefndarinnar vissi maðurinn ekki af því að verið væri að reka mál hans fyrir Hæstarétti og frétti hann af dómi hans frá þriðja aðila. „Fyrirliggjandi eru í málinu gögn sem gefa til kynna að endurupptökubeiðanda hafi verið kunnugt um dóm héraðsdóms og hafi haft hug á áfrýjun. Í ljósi þess hve afdráttarlaust er kveðið á um framkvæmd birtingar, tilkynningu um áfrýjun og tilnefningu verjanda ef um slíka á að vera að ræða, nægja þessar vísbendingar á hinn bóginn ekki gegn mótmælum endurupptökubeiðanda til þess að fullyrt verði að ákvæðum laga sé fullnægt í þessum efnum,“ segir orðrétt í úrskurðarorðum nefndarinnar. Var því, líkt og áður hefur komið fram, fallist á beiðni um endurupptöku. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni fimmtugs karlmanns um endurupptöku á máli hans en þann 30. apríl þess árs var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Ástæðan fyrir endurupptökunni er sú að meðferð máls mannsins fyrir Hæstarétti var verulega ábótavant. Maðurinn, Hannibal Sigurvinsson, var gert að sök að hafa veist að ofbeldi að manni er sá sat í bifreið sinni. Árásin átti sér stað í Hafnarfirði í september 2010. Hannibal sló með hafnaboltakylfu í rúðu bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði og glerbrot þeyttust í augu fórnarlambsins. Brotaþoli málsins er blindur á öðru auga og með fimmtungs sjón á hinu eftir árásina. Áður hafi fórnarlambið unnið fyrir Hannibal en hann sakaði það meðal annars um að hafa stolið verkfærum af sér. Brotaþoli bar því við fyrir dómi að eftir árásina hafi maðurinn haldið áfram að áreita sig og fjölskyldu sína. Endurupptökubeiðandi í málinu var starfandi í Noregi á þeim tíma er héraðsdómur kvað upp dóm sinn. Hann hafi haft áhuga á að fara yfir stöðuna áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um það. Dómur héraðsdóms hafði verið tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en dómur Hæstaréttar hljómaði hins vegar upp á óskilorðsbundinn dóm. Í gögnum málsins er að finna ódagsetta yfirlýsingu um áfrýjun sem endurupptökubeiðandi skrifaði aldrei undir. Einnig bar hann því við að þar sem hann hefði ekki verið á Íslandi er dómurinn var kveðinn upp hafi honum aldrei verið birtur dómurinn formlega. Samkvæmt því sem fram kemur í úrskurði endurupptökunefndarinnar vissi maðurinn ekki af því að verið væri að reka mál hans fyrir Hæstarétti og frétti hann af dómi hans frá þriðja aðila. „Fyrirliggjandi eru í málinu gögn sem gefa til kynna að endurupptökubeiðanda hafi verið kunnugt um dóm héraðsdóms og hafi haft hug á áfrýjun. Í ljósi þess hve afdráttarlaust er kveðið á um framkvæmd birtingar, tilkynningu um áfrýjun og tilnefningu verjanda ef um slíka á að vera að ræða, nægja þessar vísbendingar á hinn bóginn ekki gegn mótmælum endurupptökubeiðanda til þess að fullyrt verði að ákvæðum laga sé fullnægt í þessum efnum,“ segir orðrétt í úrskurðarorðum nefndarinnar. Var því, líkt og áður hefur komið fram, fallist á beiðni um endurupptöku.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira