Innlent

Leituðu að týndum dreng á Steinadalsheiði

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ströndum og austanverðu Snæfellsnesi tóku þátt í leitinni.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ströndum og austanverðu Snæfellsnesi tóku þátt í leitinni. Vísir/Stefán
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ströndum og austanverðu Snæfellsnesi kallaðar út vegna týnds gangnamanns á Steinadalsheiði um þrjúleytið í dag.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða tólf ára dreng og þar sem mikil þoka var á svæðinu og fáar klukkustundir þar til myrkur myndi skella á var ákveðið að bæta við björgunarsveitum frá Vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum og höfuðborgarsvæðinu.

Drengurinn fannst hins vegar heill á húfi um klukkan fimm, áður en liðsaukinn kom á staðinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×