Fótbolti

Juan Mata velur besta byrjunarlið Manchester United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Juan Mata.
Juan Mata. vísir/getty
Juan Mata, miðjumaður Manchester United, velur á Youtube-síðu sinni besta byrjunarlið félagsins að hans mati.

Hann velur þó bara leikmenn sem eru hættir hjá félaginu, eins konar besta byrjunarlið fortíðar.

„Þið vitið að það er erfitt að velja bara ellefu leikmenn úr allri sögu Manchester United. Ég ætla því að velja ellefu leikmenn úr fortíðinni sem spiluðu fyrir okkar félag,“ segir Juan Mata.

Það kemur fátt á óvart í liðinu þannig séð, en Mata stillir upp í 3-4-3.

„Þetta finnst mér frábært lið. Mjög sóknarsinnað en virkilega gott,“ segir Juan Mata.

Besta liðið að mati Mata:

Markvörður: Peter Schmeichel

Varnarmenn: Rio Ferdinand, Nemanja Vidic og Patrice Evra

Miðjumenn: Paul Scholes, Ryan Giggs, Cristiano Ronaldo og David Beckham

Framherjar: Eric Cantona, George Best og Bobby Charlton




Fleiri fréttir

Sjá meira


×