Innlent

Hraða lagningu ljósaleiðara


Garðbæingum leiðist þóf í ljósaleiðarmálum.
Fréttablaðið/Sigurjón
Garðbæingum leiðist þóf í ljósaleiðarmálum. Fréttablaðið/Sigurjón
Garðabær Skipa starfshóp til að fylgja eftir ljósleiðaravæðingu til heimila, fyrirtækja og stofnana í bænum í Garðabæ. "Í dag er talið að um þriðjungur heimila geti tengst ljósleiðara og ekki eru áætlanir um að öll heimili geti tengst ljósleiðara fyrr en í fyrsta lagi árið 2019, gangi allt eftir," segir í greinargerð sem lögð var fram í bæjarstjórn Garðabæjar. "Frá árinu 2006 til ársins 2014 hefur atvinnu- og tækniþróunarnefnd unnið að því verkefni að efla háhraðatengingar til heimila, fyrirtækja og stofnana í Garðabæ með litlum árangri." Vegna þreifinga við eitt fyrirtæki varðandi ljósleiðaravæðingu sé nauðsynlegt að setja málið í fastan farveg. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×