Maður með bleyjublæti vekur óhug meðal mæðra á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2015 14:39 Maður með bleyjubæti sendir nú nýbökuðum mæðrum vinabeiðnir fólki á Facebook til mikillar hrellingar. Haukur Einarsson sálfræðingur segir nafnbirtingar á kynferðisbrotamönnum stórskaðlegar fyrir allt meðferðarstarf, bakslag geti komið í meðferðina og þeir jafnvel líklegri til að brjóta af sér aftur.ÓhuguráFacebookMaður nokkur sem haldinn er svokölluðu bleyjublæti, sem felst í því að fá kynferðislega örvun og útrás við að skoða myndir af ungabörnum á bleyju, hefur valdið miklum óhug á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann hefur að undanförnu sent nýbökuðum mæðrum vinabeiðnir og í hópum þar sem mæður og feður skiptast á myndum og ráðleggingum er varðar ungabörn er varað við manninum; hann er nefndur á nafn og birt mynd af honum. Enda vandséð hvernig hægt er að vara við honum öðrum kosti. Í hópnum „Mæður í aðalhlutverki“ er fullyrt að maðurinn, „sem dæmdur er barnaperri (safnar myndum af börnum í bleyju)“ hafi „verið að senda foreldrum helst mæðrum vinabeiðni. Mæli ég með að blokka hann og taka ekki við vinabeiðni,“ segir í skilaboðum til meðlima hópsins. Í spjalli þar kemur fram að búið sé að senda lögreglu upplýsingar um óviðeigandi spurningar frá manninum, sem sagður er hafa þrjá Facebookreikninga og hann sé að brjóta skilorð.Skaðlegáhrif nafnbirtingarHaukur Einarsson sálfræðingur starfaði í fjögur ár hjá Fangelsismálastofnun og hafði þá til meðhöndlunar tugi kynferðisbrotamanna. Haukur varar við nafn- og myndbirtingum af kynferðisbrotamönnum. Hann segir að þær geti valdið bakslagi í allri meðferð, og þær geri í sjálfu sér ekki mikið gagn og hafi skaðleg áhrif hvernig sem á er litið. „Þær gera það. Þær hafa skaðleg áhrif á einstaklinginn. Fólk er með þessar nafnbirtingar í þeirri trú að fólk viti þá hver einstaklingurinn þannig megi forða því að hann brjóti aftur af sér. En, rannsóknir hafa sýnt að þetta gerir illt verra. Þetta veldur miklu þunglyndi og kvíða hjá einstaklingnum skiljanlega, og það að veita manni meðferð sem gerst hefur sekur um kynferðisbrot, og hann er mjög þunglyndur og kvíðinn, þá nær meðferðin miklu minni árangri. Það hefur slæm áhrif á einstaklinginn sem upplifir mikið vonleysi; hann á ekki möguleika á að komast aftur út í samfélagið. Af hverju ætti hann ekki að brjóta aftur af sér?Haukur Einarsson sálfræðingur segir það skammgóðan vermi að nafngreina kynferðisbrotamenn, í raun stórskaðlegt ef dæmið er skoðað til enda.Af hverju ekki aðhalda uppteknum hætti?Þetta virkarþáþannig aðhann telji sig hafa engu aðtapa og brjótiþáfrekar af sér aftur? „Já, þetta er tapað stríð. Hann á engan séns,“ segir Haukur. Hann segir að það séu líka einstaklingar sem líti á nafnbirtingar sem ávísun á að ofsækja megi téða brotamenn og láta þá ekki í friði. „Þeir upplifa sig þannig að þeir eigi enga möguleika í samfélaginu sem svo eðlilega orsakar svo þunglyndi, kvíða og einangrun og erfitt að veita einhverja meðferð við slíkar aðstæður. Og einstaklingurinn upplifir sig sem alveg útskúfaðan.“ Þetta er þá til þess fallið að brotamenn eiga ekki afturkvæmt í samfélagið? „Til þess að einstaklingurinn brjóti ekki af sér aftur verður hann að eiga sér eitthvað líf. Þeir eiga lítinn möguleika á því og af hverju eiga þeir þá að hætta því.“Vænlegra tilárangurs aðútiloka ekkiEn, þetta er klemma – eðlilegt hlýtur að vera að vilja vara við mönnum sem eru óforbetranlegir í sinni girnd og það verður trauðla gert nema benda á þá. „Jájá,“ segir Haukur. „En, það er spurning um hversu mikið er hægt að vara við? Það eru svo sem þannig að einstaklingar hafa orðið frægir fyrir þetta og kannski til dæmi um að einhvern tíma hafi náðst að stöðva þá af því að þeir voru þekktir. En ég tel að það sé mun sjaldnar að það hindri að hann brjóti aftur fremur en að hann nái að komast aftur út í lífið, og lifi einhvers konar lífi. Það er meiri forvörn í því en nafnbirting og útilokun. Oftast eru brotin gegn einhverjum sem brotamaðurinn þekkir. Í 90 prósenta tilvika. Þetta kallast „groom“ – þeir finna barn sem þeir vita að er ólíklegra að segi frá, á við vandamál að stríða, finna veikan einstakling.“ Þetta eru ljót brot og fáir hafa skilning á þeim eða vilja skilja þau. Allir vilja brenna einstaklinginn en dómskerfið á Íslandi er ekki þannig, þeir fá þunga dóma en koma aftur út í samfélagið. Mikilvægast er að þeir nái að sinna öðrum þörfum, félagslegum og þá eru minni líkur á að menn fari að einblína á þessa hvöt.Hvaðtelst til opinberrar birtingarHaukur var með til meðhöndlunar á þeim fjórum árum sem hann var hjá Fangelsismálastofnun um þrjátíu til fjörutíu manns. Þetta tengist umræðunni um hvort við lítum á fangelsun sem refsingu og hefnd eða betrun. Þegar rætt er um nafn- og myndbirtingar þá er yfirleitt vísað til fjölmiðla, og Haukur skírskotar til þeirra. En, með tilkomu netsins er það löngu liðin tíð að fjölmiðlar sem slíkir stjórni því hvað telst til opinberrar birtingar. Á netinu eru menn nafngreindir og það hefur í sjálfu sér ekkert með fjölmiðla að gera. „Jájá, þessi umræða snýr auðvitað að samfélaginu öllu,“ segir Haukur. Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Refsing fyrir sum brot tekur aldrei enda Anna Kristín Newton segir frústrerandi að geta ekki fundið föngum samastað þegar þeir koma út í samfélagið á ný og tilhneigingu vera til að ýta fyrrverandi föngum út í horn. 14. ágúst 2015 07:15 470 fangar bíða afplánunar á Íslandi í dag Listi þeirra sem bíða afplánunar dóma sinna hefur lengst ár frá ári síðan árið 2008. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun hefja rekstur á næsta ári og er þar pláss fyrir 56 fanga. 27. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Haukur Einarsson sálfræðingur segir nafnbirtingar á kynferðisbrotamönnum stórskaðlegar fyrir allt meðferðarstarf, bakslag geti komið í meðferðina og þeir jafnvel líklegri til að brjóta af sér aftur.ÓhuguráFacebookMaður nokkur sem haldinn er svokölluðu bleyjublæti, sem felst í því að fá kynferðislega örvun og útrás við að skoða myndir af ungabörnum á bleyju, hefur valdið miklum óhug á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann hefur að undanförnu sent nýbökuðum mæðrum vinabeiðnir og í hópum þar sem mæður og feður skiptast á myndum og ráðleggingum er varðar ungabörn er varað við manninum; hann er nefndur á nafn og birt mynd af honum. Enda vandséð hvernig hægt er að vara við honum öðrum kosti. Í hópnum „Mæður í aðalhlutverki“ er fullyrt að maðurinn, „sem dæmdur er barnaperri (safnar myndum af börnum í bleyju)“ hafi „verið að senda foreldrum helst mæðrum vinabeiðni. Mæli ég með að blokka hann og taka ekki við vinabeiðni,“ segir í skilaboðum til meðlima hópsins. Í spjalli þar kemur fram að búið sé að senda lögreglu upplýsingar um óviðeigandi spurningar frá manninum, sem sagður er hafa þrjá Facebookreikninga og hann sé að brjóta skilorð.Skaðlegáhrif nafnbirtingarHaukur Einarsson sálfræðingur starfaði í fjögur ár hjá Fangelsismálastofnun og hafði þá til meðhöndlunar tugi kynferðisbrotamanna. Haukur varar við nafn- og myndbirtingum af kynferðisbrotamönnum. Hann segir að þær geti valdið bakslagi í allri meðferð, og þær geri í sjálfu sér ekki mikið gagn og hafi skaðleg áhrif hvernig sem á er litið. „Þær gera það. Þær hafa skaðleg áhrif á einstaklinginn. Fólk er með þessar nafnbirtingar í þeirri trú að fólk viti þá hver einstaklingurinn þannig megi forða því að hann brjóti aftur af sér. En, rannsóknir hafa sýnt að þetta gerir illt verra. Þetta veldur miklu þunglyndi og kvíða hjá einstaklingnum skiljanlega, og það að veita manni meðferð sem gerst hefur sekur um kynferðisbrot, og hann er mjög þunglyndur og kvíðinn, þá nær meðferðin miklu minni árangri. Það hefur slæm áhrif á einstaklinginn sem upplifir mikið vonleysi; hann á ekki möguleika á að komast aftur út í samfélagið. Af hverju ætti hann ekki að brjóta aftur af sér?Haukur Einarsson sálfræðingur segir það skammgóðan vermi að nafngreina kynferðisbrotamenn, í raun stórskaðlegt ef dæmið er skoðað til enda.Af hverju ekki aðhalda uppteknum hætti?Þetta virkarþáþannig aðhann telji sig hafa engu aðtapa og brjótiþáfrekar af sér aftur? „Já, þetta er tapað stríð. Hann á engan séns,“ segir Haukur. Hann segir að það séu líka einstaklingar sem líti á nafnbirtingar sem ávísun á að ofsækja megi téða brotamenn og láta þá ekki í friði. „Þeir upplifa sig þannig að þeir eigi enga möguleika í samfélaginu sem svo eðlilega orsakar svo þunglyndi, kvíða og einangrun og erfitt að veita einhverja meðferð við slíkar aðstæður. Og einstaklingurinn upplifir sig sem alveg útskúfaðan.“ Þetta er þá til þess fallið að brotamenn eiga ekki afturkvæmt í samfélagið? „Til þess að einstaklingurinn brjóti ekki af sér aftur verður hann að eiga sér eitthvað líf. Þeir eiga lítinn möguleika á því og af hverju eiga þeir þá að hætta því.“Vænlegra tilárangurs aðútiloka ekkiEn, þetta er klemma – eðlilegt hlýtur að vera að vilja vara við mönnum sem eru óforbetranlegir í sinni girnd og það verður trauðla gert nema benda á þá. „Jájá,“ segir Haukur. „En, það er spurning um hversu mikið er hægt að vara við? Það eru svo sem þannig að einstaklingar hafa orðið frægir fyrir þetta og kannski til dæmi um að einhvern tíma hafi náðst að stöðva þá af því að þeir voru þekktir. En ég tel að það sé mun sjaldnar að það hindri að hann brjóti aftur fremur en að hann nái að komast aftur út í lífið, og lifi einhvers konar lífi. Það er meiri forvörn í því en nafnbirting og útilokun. Oftast eru brotin gegn einhverjum sem brotamaðurinn þekkir. Í 90 prósenta tilvika. Þetta kallast „groom“ – þeir finna barn sem þeir vita að er ólíklegra að segi frá, á við vandamál að stríða, finna veikan einstakling.“ Þetta eru ljót brot og fáir hafa skilning á þeim eða vilja skilja þau. Allir vilja brenna einstaklinginn en dómskerfið á Íslandi er ekki þannig, þeir fá þunga dóma en koma aftur út í samfélagið. Mikilvægast er að þeir nái að sinna öðrum þörfum, félagslegum og þá eru minni líkur á að menn fari að einblína á þessa hvöt.Hvaðtelst til opinberrar birtingarHaukur var með til meðhöndlunar á þeim fjórum árum sem hann var hjá Fangelsismálastofnun um þrjátíu til fjörutíu manns. Þetta tengist umræðunni um hvort við lítum á fangelsun sem refsingu og hefnd eða betrun. Þegar rætt er um nafn- og myndbirtingar þá er yfirleitt vísað til fjölmiðla, og Haukur skírskotar til þeirra. En, með tilkomu netsins er það löngu liðin tíð að fjölmiðlar sem slíkir stjórni því hvað telst til opinberrar birtingar. Á netinu eru menn nafngreindir og það hefur í sjálfu sér ekkert með fjölmiðla að gera. „Jájá, þessi umræða snýr auðvitað að samfélaginu öllu,“ segir Haukur.
Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Refsing fyrir sum brot tekur aldrei enda Anna Kristín Newton segir frústrerandi að geta ekki fundið föngum samastað þegar þeir koma út í samfélagið á ný og tilhneigingu vera til að ýta fyrrverandi föngum út í horn. 14. ágúst 2015 07:15 470 fangar bíða afplánunar á Íslandi í dag Listi þeirra sem bíða afplánunar dóma sinna hefur lengst ár frá ári síðan árið 2008. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun hefja rekstur á næsta ári og er þar pláss fyrir 56 fanga. 27. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Refsing fyrir sum brot tekur aldrei enda Anna Kristín Newton segir frústrerandi að geta ekki fundið föngum samastað þegar þeir koma út í samfélagið á ný og tilhneigingu vera til að ýta fyrrverandi föngum út í horn. 14. ágúst 2015 07:15
470 fangar bíða afplánunar á Íslandi í dag Listi þeirra sem bíða afplánunar dóma sinna hefur lengst ár frá ári síðan árið 2008. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun hefja rekstur á næsta ári og er þar pláss fyrir 56 fanga. 27. ágúst 2015 07:00