Maður með bleyjublæti vekur óhug meðal mæðra á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2015 14:39 Maður með bleyjubæti sendir nú nýbökuðum mæðrum vinabeiðnir fólki á Facebook til mikillar hrellingar. Haukur Einarsson sálfræðingur segir nafnbirtingar á kynferðisbrotamönnum stórskaðlegar fyrir allt meðferðarstarf, bakslag geti komið í meðferðina og þeir jafnvel líklegri til að brjóta af sér aftur.ÓhuguráFacebookMaður nokkur sem haldinn er svokölluðu bleyjublæti, sem felst í því að fá kynferðislega örvun og útrás við að skoða myndir af ungabörnum á bleyju, hefur valdið miklum óhug á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann hefur að undanförnu sent nýbökuðum mæðrum vinabeiðnir og í hópum þar sem mæður og feður skiptast á myndum og ráðleggingum er varðar ungabörn er varað við manninum; hann er nefndur á nafn og birt mynd af honum. Enda vandséð hvernig hægt er að vara við honum öðrum kosti. Í hópnum „Mæður í aðalhlutverki“ er fullyrt að maðurinn, „sem dæmdur er barnaperri (safnar myndum af börnum í bleyju)“ hafi „verið að senda foreldrum helst mæðrum vinabeiðni. Mæli ég með að blokka hann og taka ekki við vinabeiðni,“ segir í skilaboðum til meðlima hópsins. Í spjalli þar kemur fram að búið sé að senda lögreglu upplýsingar um óviðeigandi spurningar frá manninum, sem sagður er hafa þrjá Facebookreikninga og hann sé að brjóta skilorð.Skaðlegáhrif nafnbirtingarHaukur Einarsson sálfræðingur starfaði í fjögur ár hjá Fangelsismálastofnun og hafði þá til meðhöndlunar tugi kynferðisbrotamanna. Haukur varar við nafn- og myndbirtingum af kynferðisbrotamönnum. Hann segir að þær geti valdið bakslagi í allri meðferð, og þær geri í sjálfu sér ekki mikið gagn og hafi skaðleg áhrif hvernig sem á er litið. „Þær gera það. Þær hafa skaðleg áhrif á einstaklinginn. Fólk er með þessar nafnbirtingar í þeirri trú að fólk viti þá hver einstaklingurinn þannig megi forða því að hann brjóti aftur af sér. En, rannsóknir hafa sýnt að þetta gerir illt verra. Þetta veldur miklu þunglyndi og kvíða hjá einstaklingnum skiljanlega, og það að veita manni meðferð sem gerst hefur sekur um kynferðisbrot, og hann er mjög þunglyndur og kvíðinn, þá nær meðferðin miklu minni árangri. Það hefur slæm áhrif á einstaklinginn sem upplifir mikið vonleysi; hann á ekki möguleika á að komast aftur út í samfélagið. Af hverju ætti hann ekki að brjóta aftur af sér?Haukur Einarsson sálfræðingur segir það skammgóðan vermi að nafngreina kynferðisbrotamenn, í raun stórskaðlegt ef dæmið er skoðað til enda.Af hverju ekki aðhalda uppteknum hætti?Þetta virkarþáþannig aðhann telji sig hafa engu aðtapa og brjótiþáfrekar af sér aftur? „Já, þetta er tapað stríð. Hann á engan séns,“ segir Haukur. Hann segir að það séu líka einstaklingar sem líti á nafnbirtingar sem ávísun á að ofsækja megi téða brotamenn og láta þá ekki í friði. „Þeir upplifa sig þannig að þeir eigi enga möguleika í samfélaginu sem svo eðlilega orsakar svo þunglyndi, kvíða og einangrun og erfitt að veita einhverja meðferð við slíkar aðstæður. Og einstaklingurinn upplifir sig sem alveg útskúfaðan.“ Þetta er þá til þess fallið að brotamenn eiga ekki afturkvæmt í samfélagið? „Til þess að einstaklingurinn brjóti ekki af sér aftur verður hann að eiga sér eitthvað líf. Þeir eiga lítinn möguleika á því og af hverju eiga þeir þá að hætta því.“Vænlegra tilárangurs aðútiloka ekkiEn, þetta er klemma – eðlilegt hlýtur að vera að vilja vara við mönnum sem eru óforbetranlegir í sinni girnd og það verður trauðla gert nema benda á þá. „Jájá,“ segir Haukur. „En, það er spurning um hversu mikið er hægt að vara við? Það eru svo sem þannig að einstaklingar hafa orðið frægir fyrir þetta og kannski til dæmi um að einhvern tíma hafi náðst að stöðva þá af því að þeir voru þekktir. En ég tel að það sé mun sjaldnar að það hindri að hann brjóti aftur fremur en að hann nái að komast aftur út í lífið, og lifi einhvers konar lífi. Það er meiri forvörn í því en nafnbirting og útilokun. Oftast eru brotin gegn einhverjum sem brotamaðurinn þekkir. Í 90 prósenta tilvika. Þetta kallast „groom“ – þeir finna barn sem þeir vita að er ólíklegra að segi frá, á við vandamál að stríða, finna veikan einstakling.“ Þetta eru ljót brot og fáir hafa skilning á þeim eða vilja skilja þau. Allir vilja brenna einstaklinginn en dómskerfið á Íslandi er ekki þannig, þeir fá þunga dóma en koma aftur út í samfélagið. Mikilvægast er að þeir nái að sinna öðrum þörfum, félagslegum og þá eru minni líkur á að menn fari að einblína á þessa hvöt.Hvaðtelst til opinberrar birtingarHaukur var með til meðhöndlunar á þeim fjórum árum sem hann var hjá Fangelsismálastofnun um þrjátíu til fjörutíu manns. Þetta tengist umræðunni um hvort við lítum á fangelsun sem refsingu og hefnd eða betrun. Þegar rætt er um nafn- og myndbirtingar þá er yfirleitt vísað til fjölmiðla, og Haukur skírskotar til þeirra. En, með tilkomu netsins er það löngu liðin tíð að fjölmiðlar sem slíkir stjórni því hvað telst til opinberrar birtingar. Á netinu eru menn nafngreindir og það hefur í sjálfu sér ekkert með fjölmiðla að gera. „Jájá, þessi umræða snýr auðvitað að samfélaginu öllu,“ segir Haukur. Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Refsing fyrir sum brot tekur aldrei enda Anna Kristín Newton segir frústrerandi að geta ekki fundið föngum samastað þegar þeir koma út í samfélagið á ný og tilhneigingu vera til að ýta fyrrverandi föngum út í horn. 14. ágúst 2015 07:15 470 fangar bíða afplánunar á Íslandi í dag Listi þeirra sem bíða afplánunar dóma sinna hefur lengst ár frá ári síðan árið 2008. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun hefja rekstur á næsta ári og er þar pláss fyrir 56 fanga. 27. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Haukur Einarsson sálfræðingur segir nafnbirtingar á kynferðisbrotamönnum stórskaðlegar fyrir allt meðferðarstarf, bakslag geti komið í meðferðina og þeir jafnvel líklegri til að brjóta af sér aftur.ÓhuguráFacebookMaður nokkur sem haldinn er svokölluðu bleyjublæti, sem felst í því að fá kynferðislega örvun og útrás við að skoða myndir af ungabörnum á bleyju, hefur valdið miklum óhug á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann hefur að undanförnu sent nýbökuðum mæðrum vinabeiðnir og í hópum þar sem mæður og feður skiptast á myndum og ráðleggingum er varðar ungabörn er varað við manninum; hann er nefndur á nafn og birt mynd af honum. Enda vandséð hvernig hægt er að vara við honum öðrum kosti. Í hópnum „Mæður í aðalhlutverki“ er fullyrt að maðurinn, „sem dæmdur er barnaperri (safnar myndum af börnum í bleyju)“ hafi „verið að senda foreldrum helst mæðrum vinabeiðni. Mæli ég með að blokka hann og taka ekki við vinabeiðni,“ segir í skilaboðum til meðlima hópsins. Í spjalli þar kemur fram að búið sé að senda lögreglu upplýsingar um óviðeigandi spurningar frá manninum, sem sagður er hafa þrjá Facebookreikninga og hann sé að brjóta skilorð.Skaðlegáhrif nafnbirtingarHaukur Einarsson sálfræðingur starfaði í fjögur ár hjá Fangelsismálastofnun og hafði þá til meðhöndlunar tugi kynferðisbrotamanna. Haukur varar við nafn- og myndbirtingum af kynferðisbrotamönnum. Hann segir að þær geti valdið bakslagi í allri meðferð, og þær geri í sjálfu sér ekki mikið gagn og hafi skaðleg áhrif hvernig sem á er litið. „Þær gera það. Þær hafa skaðleg áhrif á einstaklinginn. Fólk er með þessar nafnbirtingar í þeirri trú að fólk viti þá hver einstaklingurinn þannig megi forða því að hann brjóti aftur af sér. En, rannsóknir hafa sýnt að þetta gerir illt verra. Þetta veldur miklu þunglyndi og kvíða hjá einstaklingnum skiljanlega, og það að veita manni meðferð sem gerst hefur sekur um kynferðisbrot, og hann er mjög þunglyndur og kvíðinn, þá nær meðferðin miklu minni árangri. Það hefur slæm áhrif á einstaklinginn sem upplifir mikið vonleysi; hann á ekki möguleika á að komast aftur út í samfélagið. Af hverju ætti hann ekki að brjóta aftur af sér?Haukur Einarsson sálfræðingur segir það skammgóðan vermi að nafngreina kynferðisbrotamenn, í raun stórskaðlegt ef dæmið er skoðað til enda.Af hverju ekki aðhalda uppteknum hætti?Þetta virkarþáþannig aðhann telji sig hafa engu aðtapa og brjótiþáfrekar af sér aftur? „Já, þetta er tapað stríð. Hann á engan séns,“ segir Haukur. Hann segir að það séu líka einstaklingar sem líti á nafnbirtingar sem ávísun á að ofsækja megi téða brotamenn og láta þá ekki í friði. „Þeir upplifa sig þannig að þeir eigi enga möguleika í samfélaginu sem svo eðlilega orsakar svo þunglyndi, kvíða og einangrun og erfitt að veita einhverja meðferð við slíkar aðstæður. Og einstaklingurinn upplifir sig sem alveg útskúfaðan.“ Þetta er þá til þess fallið að brotamenn eiga ekki afturkvæmt í samfélagið? „Til þess að einstaklingurinn brjóti ekki af sér aftur verður hann að eiga sér eitthvað líf. Þeir eiga lítinn möguleika á því og af hverju eiga þeir þá að hætta því.“Vænlegra tilárangurs aðútiloka ekkiEn, þetta er klemma – eðlilegt hlýtur að vera að vilja vara við mönnum sem eru óforbetranlegir í sinni girnd og það verður trauðla gert nema benda á þá. „Jájá,“ segir Haukur. „En, það er spurning um hversu mikið er hægt að vara við? Það eru svo sem þannig að einstaklingar hafa orðið frægir fyrir þetta og kannski til dæmi um að einhvern tíma hafi náðst að stöðva þá af því að þeir voru þekktir. En ég tel að það sé mun sjaldnar að það hindri að hann brjóti aftur fremur en að hann nái að komast aftur út í lífið, og lifi einhvers konar lífi. Það er meiri forvörn í því en nafnbirting og útilokun. Oftast eru brotin gegn einhverjum sem brotamaðurinn þekkir. Í 90 prósenta tilvika. Þetta kallast „groom“ – þeir finna barn sem þeir vita að er ólíklegra að segi frá, á við vandamál að stríða, finna veikan einstakling.“ Þetta eru ljót brot og fáir hafa skilning á þeim eða vilja skilja þau. Allir vilja brenna einstaklinginn en dómskerfið á Íslandi er ekki þannig, þeir fá þunga dóma en koma aftur út í samfélagið. Mikilvægast er að þeir nái að sinna öðrum þörfum, félagslegum og þá eru minni líkur á að menn fari að einblína á þessa hvöt.Hvaðtelst til opinberrar birtingarHaukur var með til meðhöndlunar á þeim fjórum árum sem hann var hjá Fangelsismálastofnun um þrjátíu til fjörutíu manns. Þetta tengist umræðunni um hvort við lítum á fangelsun sem refsingu og hefnd eða betrun. Þegar rætt er um nafn- og myndbirtingar þá er yfirleitt vísað til fjölmiðla, og Haukur skírskotar til þeirra. En, með tilkomu netsins er það löngu liðin tíð að fjölmiðlar sem slíkir stjórni því hvað telst til opinberrar birtingar. Á netinu eru menn nafngreindir og það hefur í sjálfu sér ekkert með fjölmiðla að gera. „Jájá, þessi umræða snýr auðvitað að samfélaginu öllu,“ segir Haukur.
Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Refsing fyrir sum brot tekur aldrei enda Anna Kristín Newton segir frústrerandi að geta ekki fundið föngum samastað þegar þeir koma út í samfélagið á ný og tilhneigingu vera til að ýta fyrrverandi föngum út í horn. 14. ágúst 2015 07:15 470 fangar bíða afplánunar á Íslandi í dag Listi þeirra sem bíða afplánunar dóma sinna hefur lengst ár frá ári síðan árið 2008. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun hefja rekstur á næsta ári og er þar pláss fyrir 56 fanga. 27. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Refsing fyrir sum brot tekur aldrei enda Anna Kristín Newton segir frústrerandi að geta ekki fundið föngum samastað þegar þeir koma út í samfélagið á ný og tilhneigingu vera til að ýta fyrrverandi föngum út í horn. 14. ágúst 2015 07:15
470 fangar bíða afplánunar á Íslandi í dag Listi þeirra sem bíða afplánunar dóma sinna hefur lengst ár frá ári síðan árið 2008. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun hefja rekstur á næsta ári og er þar pláss fyrir 56 fanga. 27. ágúst 2015 07:00