Nýbakaðar mæður ætla að berjast áfram við Þjóðskrá Snærós Sindradóttir skrifar 3. september 2015 07:00 Úlfhildur Eysteinsdóttir og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir ásamt ellefu daga gamalli dóttur sinni, sem enn hefur ekki fengið nafn. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég hef ákveðið að fara þá leið að skila ekki inn þessum vottorðum þegjandi,“ segir Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, nýbökuð móðir sem stendur í stappi við Þjóðskrá um að fá móðerni sitt viðurkennt. Aldís og kona hennar, Úlfhildur Eysteinsdóttir, eignuðust stúlku þann 23. ágúst síðastliðinn. Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að lesbískar mæður þurfi að skila inn vottorði til Þjóðskrár, eftir að þær eignast barn, þess efnis að þær séu báðar samþykkar tæknifrjóvgun. Gagnkynhneigð pör þurfa ekki að skila inn slíku vottorði, jafnvel þó þau hafi farið í tæknifrjóvgun og fengið gjafasæði. „Mér finnst Þjóðskrá vera að segja með þessu að einhvern veginn séu lesbíur óheiðarlegri samfélagsþegnar en aðrir. Gagnkynhneigð pör eru aldrei spurð þó að þar séu meiri líkur á að barn geti verið rangfeðrað,“ segir Aldís. Þegar dóttir Aldísar og Úlfhildar var vikugömul barst bréf inn um póstlúguna þess efnis að samkvæmt barnalögum yrðu þær að staðfesta við Þjóðskrá hvernig dóttirin kom undir. Aldís segir að hún hafi orðið reið þegar bréfið barst. Það sé erfitt að halda uppi harðri baráttu við stofnun á jafn viðkvæmum tíma og þegar barn er nýfætt. „Í raun og veru vissi ég af því að það væri enn í dag verið að mismuna samkynhneigðum konum sem eignast börn. En ég var kannski alveg búin að gera mér grein fyrir andlegu hliðinni.“ Hún segir að margar mæður í sömu stöðu séu reiðar. „Sumar konur eru ósáttar við að verið sé að þvinga okkur til að fara í gegnum einkarekna stofu. Í dag er búið að segja að lesbíur geta átt börn með gjafasæði. Af hverju kemur það Þjóðskrá við hvernig við gerðum það eða með hvaða sæði?“ Hún segir þær velta fyrir sér að kanna réttarstöðu sína. „Við erum alveg hópur af lesbíum sem eigum börn eða erum barnshafandi sem erum tilbúnar að fara lengra. Við vonum að með því að skrifa kvörtunarbréf og með því að leita annarra leiða muni annaðhvort innanríkisráðuneytið eða Þjóðskrá taka ákvörðun um að breyta þessu. Ef það gerist ekki þá förum við með það lengra því þetta er hrein og klár mismunun.“ Tengdar fréttir Lesbíum mismunað hjá Þjóðskrá Lesbískar mæður þurfa að staðfesta við opinberar stofnanir hvernig barn þeirra kom undir. Hið sama gildir ekki um gagnkynhneigð pör sem eignast barn með tæknifrjóvgun. 1. september 2015 07:00 Vilja breyta reglum um lesbíur "Við vildum svo gjarnan að sama staða gilti fyrir gagnkynhneigð pör í hjúskap og samkynhneigð pör,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Ég hef ákveðið að fara þá leið að skila ekki inn þessum vottorðum þegjandi,“ segir Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, nýbökuð móðir sem stendur í stappi við Þjóðskrá um að fá móðerni sitt viðurkennt. Aldís og kona hennar, Úlfhildur Eysteinsdóttir, eignuðust stúlku þann 23. ágúst síðastliðinn. Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að lesbískar mæður þurfi að skila inn vottorði til Þjóðskrár, eftir að þær eignast barn, þess efnis að þær séu báðar samþykkar tæknifrjóvgun. Gagnkynhneigð pör þurfa ekki að skila inn slíku vottorði, jafnvel þó þau hafi farið í tæknifrjóvgun og fengið gjafasæði. „Mér finnst Þjóðskrá vera að segja með þessu að einhvern veginn séu lesbíur óheiðarlegri samfélagsþegnar en aðrir. Gagnkynhneigð pör eru aldrei spurð þó að þar séu meiri líkur á að barn geti verið rangfeðrað,“ segir Aldís. Þegar dóttir Aldísar og Úlfhildar var vikugömul barst bréf inn um póstlúguna þess efnis að samkvæmt barnalögum yrðu þær að staðfesta við Þjóðskrá hvernig dóttirin kom undir. Aldís segir að hún hafi orðið reið þegar bréfið barst. Það sé erfitt að halda uppi harðri baráttu við stofnun á jafn viðkvæmum tíma og þegar barn er nýfætt. „Í raun og veru vissi ég af því að það væri enn í dag verið að mismuna samkynhneigðum konum sem eignast börn. En ég var kannski alveg búin að gera mér grein fyrir andlegu hliðinni.“ Hún segir að margar mæður í sömu stöðu séu reiðar. „Sumar konur eru ósáttar við að verið sé að þvinga okkur til að fara í gegnum einkarekna stofu. Í dag er búið að segja að lesbíur geta átt börn með gjafasæði. Af hverju kemur það Þjóðskrá við hvernig við gerðum það eða með hvaða sæði?“ Hún segir þær velta fyrir sér að kanna réttarstöðu sína. „Við erum alveg hópur af lesbíum sem eigum börn eða erum barnshafandi sem erum tilbúnar að fara lengra. Við vonum að með því að skrifa kvörtunarbréf og með því að leita annarra leiða muni annaðhvort innanríkisráðuneytið eða Þjóðskrá taka ákvörðun um að breyta þessu. Ef það gerist ekki þá förum við með það lengra því þetta er hrein og klár mismunun.“
Tengdar fréttir Lesbíum mismunað hjá Þjóðskrá Lesbískar mæður þurfa að staðfesta við opinberar stofnanir hvernig barn þeirra kom undir. Hið sama gildir ekki um gagnkynhneigð pör sem eignast barn með tæknifrjóvgun. 1. september 2015 07:00 Vilja breyta reglum um lesbíur "Við vildum svo gjarnan að sama staða gilti fyrir gagnkynhneigð pör í hjúskap og samkynhneigð pör,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Lesbíum mismunað hjá Þjóðskrá Lesbískar mæður þurfa að staðfesta við opinberar stofnanir hvernig barn þeirra kom undir. Hið sama gildir ekki um gagnkynhneigð pör sem eignast barn með tæknifrjóvgun. 1. september 2015 07:00
Vilja breyta reglum um lesbíur "Við vildum svo gjarnan að sama staða gilti fyrir gagnkynhneigð pör í hjúskap og samkynhneigð pör,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár. 2. september 2015 07:00