Nýbakaðar mæður ætla að berjast áfram við Þjóðskrá Snærós Sindradóttir skrifar 3. september 2015 07:00 Úlfhildur Eysteinsdóttir og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir ásamt ellefu daga gamalli dóttur sinni, sem enn hefur ekki fengið nafn. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég hef ákveðið að fara þá leið að skila ekki inn þessum vottorðum þegjandi,“ segir Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, nýbökuð móðir sem stendur í stappi við Þjóðskrá um að fá móðerni sitt viðurkennt. Aldís og kona hennar, Úlfhildur Eysteinsdóttir, eignuðust stúlku þann 23. ágúst síðastliðinn. Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að lesbískar mæður þurfi að skila inn vottorði til Þjóðskrár, eftir að þær eignast barn, þess efnis að þær séu báðar samþykkar tæknifrjóvgun. Gagnkynhneigð pör þurfa ekki að skila inn slíku vottorði, jafnvel þó þau hafi farið í tæknifrjóvgun og fengið gjafasæði. „Mér finnst Þjóðskrá vera að segja með þessu að einhvern veginn séu lesbíur óheiðarlegri samfélagsþegnar en aðrir. Gagnkynhneigð pör eru aldrei spurð þó að þar séu meiri líkur á að barn geti verið rangfeðrað,“ segir Aldís. Þegar dóttir Aldísar og Úlfhildar var vikugömul barst bréf inn um póstlúguna þess efnis að samkvæmt barnalögum yrðu þær að staðfesta við Þjóðskrá hvernig dóttirin kom undir. Aldís segir að hún hafi orðið reið þegar bréfið barst. Það sé erfitt að halda uppi harðri baráttu við stofnun á jafn viðkvæmum tíma og þegar barn er nýfætt. „Í raun og veru vissi ég af því að það væri enn í dag verið að mismuna samkynhneigðum konum sem eignast börn. En ég var kannski alveg búin að gera mér grein fyrir andlegu hliðinni.“ Hún segir að margar mæður í sömu stöðu séu reiðar. „Sumar konur eru ósáttar við að verið sé að þvinga okkur til að fara í gegnum einkarekna stofu. Í dag er búið að segja að lesbíur geta átt börn með gjafasæði. Af hverju kemur það Þjóðskrá við hvernig við gerðum það eða með hvaða sæði?“ Hún segir þær velta fyrir sér að kanna réttarstöðu sína. „Við erum alveg hópur af lesbíum sem eigum börn eða erum barnshafandi sem erum tilbúnar að fara lengra. Við vonum að með því að skrifa kvörtunarbréf og með því að leita annarra leiða muni annaðhvort innanríkisráðuneytið eða Þjóðskrá taka ákvörðun um að breyta þessu. Ef það gerist ekki þá förum við með það lengra því þetta er hrein og klár mismunun.“ Tengdar fréttir Lesbíum mismunað hjá Þjóðskrá Lesbískar mæður þurfa að staðfesta við opinberar stofnanir hvernig barn þeirra kom undir. Hið sama gildir ekki um gagnkynhneigð pör sem eignast barn með tæknifrjóvgun. 1. september 2015 07:00 Vilja breyta reglum um lesbíur "Við vildum svo gjarnan að sama staða gilti fyrir gagnkynhneigð pör í hjúskap og samkynhneigð pör,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
„Ég hef ákveðið að fara þá leið að skila ekki inn þessum vottorðum þegjandi,“ segir Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, nýbökuð móðir sem stendur í stappi við Þjóðskrá um að fá móðerni sitt viðurkennt. Aldís og kona hennar, Úlfhildur Eysteinsdóttir, eignuðust stúlku þann 23. ágúst síðastliðinn. Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að lesbískar mæður þurfi að skila inn vottorði til Þjóðskrár, eftir að þær eignast barn, þess efnis að þær séu báðar samþykkar tæknifrjóvgun. Gagnkynhneigð pör þurfa ekki að skila inn slíku vottorði, jafnvel þó þau hafi farið í tæknifrjóvgun og fengið gjafasæði. „Mér finnst Þjóðskrá vera að segja með þessu að einhvern veginn séu lesbíur óheiðarlegri samfélagsþegnar en aðrir. Gagnkynhneigð pör eru aldrei spurð þó að þar séu meiri líkur á að barn geti verið rangfeðrað,“ segir Aldís. Þegar dóttir Aldísar og Úlfhildar var vikugömul barst bréf inn um póstlúguna þess efnis að samkvæmt barnalögum yrðu þær að staðfesta við Þjóðskrá hvernig dóttirin kom undir. Aldís segir að hún hafi orðið reið þegar bréfið barst. Það sé erfitt að halda uppi harðri baráttu við stofnun á jafn viðkvæmum tíma og þegar barn er nýfætt. „Í raun og veru vissi ég af því að það væri enn í dag verið að mismuna samkynhneigðum konum sem eignast börn. En ég var kannski alveg búin að gera mér grein fyrir andlegu hliðinni.“ Hún segir að margar mæður í sömu stöðu séu reiðar. „Sumar konur eru ósáttar við að verið sé að þvinga okkur til að fara í gegnum einkarekna stofu. Í dag er búið að segja að lesbíur geta átt börn með gjafasæði. Af hverju kemur það Þjóðskrá við hvernig við gerðum það eða með hvaða sæði?“ Hún segir þær velta fyrir sér að kanna réttarstöðu sína. „Við erum alveg hópur af lesbíum sem eigum börn eða erum barnshafandi sem erum tilbúnar að fara lengra. Við vonum að með því að skrifa kvörtunarbréf og með því að leita annarra leiða muni annaðhvort innanríkisráðuneytið eða Þjóðskrá taka ákvörðun um að breyta þessu. Ef það gerist ekki þá förum við með það lengra því þetta er hrein og klár mismunun.“
Tengdar fréttir Lesbíum mismunað hjá Þjóðskrá Lesbískar mæður þurfa að staðfesta við opinberar stofnanir hvernig barn þeirra kom undir. Hið sama gildir ekki um gagnkynhneigð pör sem eignast barn með tæknifrjóvgun. 1. september 2015 07:00 Vilja breyta reglum um lesbíur "Við vildum svo gjarnan að sama staða gilti fyrir gagnkynhneigð pör í hjúskap og samkynhneigð pör,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Lesbíum mismunað hjá Þjóðskrá Lesbískar mæður þurfa að staðfesta við opinberar stofnanir hvernig barn þeirra kom undir. Hið sama gildir ekki um gagnkynhneigð pör sem eignast barn með tæknifrjóvgun. 1. september 2015 07:00
Vilja breyta reglum um lesbíur "Við vildum svo gjarnan að sama staða gilti fyrir gagnkynhneigð pör í hjúskap og samkynhneigð pör,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár. 2. september 2015 07:00