Innlent

Bjartsýnn á að ná samkomulagi

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson vísir/gva
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segist hóflega bjartsýnn á að samkomulag náist við ESB um að lækka tolla á heilfrystum makríl vegna þátttöku Íslands í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi síðar í þessum mánuði.

Byggðastofnun vinnur nú að skýrslu um áhrif viðskiptabannsins á byggðir og fyrirtæki sem er væntanleg næstu daga.

Ráðherra segir að ekki hafi verið rætt um bætur vegna viðskiptabannsins á þessu stigi. Samráðshópurinn sé enn að störfum við að kortleggja stöðuna og þá séu óformleg samskipti við embættismenn ESB og rússneskra yfirvöld um áhrif bannsins.

Hann segir vona það besta meðan menn séu enn að tala saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×