Vallarstjóri segir ekki halla á fótboltastelpur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. september 2015 07:00 Ómar viðurkennir að hafa gert mistök hvað varðar svokallaða Derby-viðureign á Kópavogsvelli en segir gagnrýni ekki eiga rétt á sér. vísir/daníel Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segir fráleitt að stelpum sé mismunað á Kópavogsvelli. Þær fái að spila oftar en strákar á vellinum og vísar í tölfræði um leiki á heimasíðu KSÍ. Margrét María Hólmarsdóttir, þjálfari 5.flokks kvenna hjá Breiðabliki, skrifaði harðorðan pistil á Facebook á sunnudag um að flokkur hennar fékk ekki að keppa úrslitaleik sinn á Kópavogsvelli í ár þótt drengjalið sama flokks hjá Breiðabliki hafi fengið að spila úrslitaleik sinn á vellinum í fyrra. „Mér finnst að Kópavogsbær eigi að skammast sín fyrir þessi vinnubrögð. Með þessari ákvörðun sinni, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, er verið að mismuna kynjum. Þetta eru börn sem eru jafn gömul, leggja jafn mikla vinnu á sig og eiga jafn mikið skilið að spila á aðalvelli félagsins. Það er ekki hægt að segja stelpunum okkar það, að ástæða þess að þær fá ekki að spila á vellinum sé sú að þetta sé ekki „Derby-slagur“. segir Margrét María í pistli sínum. „Við höfum aldrei mismunað strákum og stelpum á vellinum, svo það sé tekið skýrt fram. Það hallar á strákana í nærri öllum flokkum og Kópavogsbær hefur staðið sig áberandi best í jafnréttismálum, ég fullyrði reyndar að við berum höfuð og herðar yfir aðra á landinu í þessum efnum.“ Ómar segir erfitt að fylgjast með umræðunni í ljósi þess að hann hafi lagt sig fram um að vanda vinnubrögðin. „Ég hef vandað mig við það í fjölda ára að spyrja í hvert sinn sem beiðni berst um keppni á vellinum frá flokki stráka, hvort stelpurnar komi ekki líka. Ég hef aldrei spurt að þessu þegar stelpur biðja um að keppa, því ég veit að strákarnir koma líka.“ Hann viðurkennir þó að hafa gert mistök hvað varðar svokallaða Derby-leiki. „Einu mistökin sem ég hef gert eru varðandi þessa Derby-leiki,“ segir Ómar. Inni á vef KSÍ eru upplýsingar um leiki félaga á Kópavogsvelli og hægt að greina stöðuna á milli ára. Ef rýnt er í hlutföllin síðustu fimm ár, sést að stúlkur í þriðja og fjórða flokki spila oftar á vellinum en strákar en sjaldnar í fimmta flokki. Ómar segir stöðuna enn betri stelpum í vil þegar tekið er tillit til Símamótsins, stærsta knattspyrnumóts kvenna sem haldið er á íþróttavöllum Kópavogs. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira
Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segir fráleitt að stelpum sé mismunað á Kópavogsvelli. Þær fái að spila oftar en strákar á vellinum og vísar í tölfræði um leiki á heimasíðu KSÍ. Margrét María Hólmarsdóttir, þjálfari 5.flokks kvenna hjá Breiðabliki, skrifaði harðorðan pistil á Facebook á sunnudag um að flokkur hennar fékk ekki að keppa úrslitaleik sinn á Kópavogsvelli í ár þótt drengjalið sama flokks hjá Breiðabliki hafi fengið að spila úrslitaleik sinn á vellinum í fyrra. „Mér finnst að Kópavogsbær eigi að skammast sín fyrir þessi vinnubrögð. Með þessari ákvörðun sinni, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, er verið að mismuna kynjum. Þetta eru börn sem eru jafn gömul, leggja jafn mikla vinnu á sig og eiga jafn mikið skilið að spila á aðalvelli félagsins. Það er ekki hægt að segja stelpunum okkar það, að ástæða þess að þær fá ekki að spila á vellinum sé sú að þetta sé ekki „Derby-slagur“. segir Margrét María í pistli sínum. „Við höfum aldrei mismunað strákum og stelpum á vellinum, svo það sé tekið skýrt fram. Það hallar á strákana í nærri öllum flokkum og Kópavogsbær hefur staðið sig áberandi best í jafnréttismálum, ég fullyrði reyndar að við berum höfuð og herðar yfir aðra á landinu í þessum efnum.“ Ómar segir erfitt að fylgjast með umræðunni í ljósi þess að hann hafi lagt sig fram um að vanda vinnubrögðin. „Ég hef vandað mig við það í fjölda ára að spyrja í hvert sinn sem beiðni berst um keppni á vellinum frá flokki stráka, hvort stelpurnar komi ekki líka. Ég hef aldrei spurt að þessu þegar stelpur biðja um að keppa, því ég veit að strákarnir koma líka.“ Hann viðurkennir þó að hafa gert mistök hvað varðar svokallaða Derby-leiki. „Einu mistökin sem ég hef gert eru varðandi þessa Derby-leiki,“ segir Ómar. Inni á vef KSÍ eru upplýsingar um leiki félaga á Kópavogsvelli og hægt að greina stöðuna á milli ára. Ef rýnt er í hlutföllin síðustu fimm ár, sést að stúlkur í þriðja og fjórða flokki spila oftar á vellinum en strákar en sjaldnar í fimmta flokki. Ómar segir stöðuna enn betri stelpum í vil þegar tekið er tillit til Símamótsins, stærsta knattspyrnumóts kvenna sem haldið er á íþróttavöllum Kópavogs.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira