Innlent

Dópaðir utan vegar í Öxnadal

Gissur Sigurðsson skrifar
Hvorugur mannanna viðurkenndu að hafa ekið bílnum.
Hvorugur mannanna viðurkenndu að hafa ekið bílnum. Vísir
Lögreglumenn frá Akureyri óku um miðnætti fram á bíl utan vegar í Öxnadal, og reyndust tveir menn vera í bílnum, en hvorugur meiddur.

Báðir voru undir áhrifum fíkniefna eða áfengis en hvorugur var með ökuréttindi. Þá sagðist hvorugur hafa ekið bílnum og bentu hvor á hinn sem ökumann, eða þá að ökumaðurinn væri horfinn. Hann hefur þá væntanlega verið huldumaður því lögregla sá hvergi þriðja manninn á ferli í grennd við vettvang.

Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum og verður reynt að greiða úr flækjunni þegar af þeim verður runnið í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×