Innlent

Lögðu hald á 700 grömm af hassi í Leifsstöð

Atli Ísleifsson skrifar
Í ferðatösku mannsins fundust fjórar pakkningar af hassi.
Í ferðatösku mannsins fundust fjórar pakkningar af hassi. Mynd/Tollstjóri
Tollverðir fundu um 700 grömm af hassi í farangri flugfarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um síðustu mánaðarmót. Maðurinn var á leið til Grænlands þegar hann var stöðvaður.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að í snyrtitösku í ferðatösku mannsins hafi verið fjórar pakkningar af hassi, sem pakkað hafði verið inn í sellófan. Var maðurinn handtekinn færður á lögreglustöð. Rannsókn málsins er lokið.

„Þetta er í fjórða skiptið á þessu ári sem tollverðir stöðva farþega á leið til Grænlands, sem eru með umtalsvert magn af hassi í fórum sínum. Mesta magnið sem tekið hefur verið í einu voru 5.5 kíló sem tollverðir lögðu hald á í júlímánuði síðastliðnum,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×