Innlent

Bókanir til Frakklands tífaldast

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sér tíföldun í sölum til Frakklands næsta sumar.
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sér tíföldun í sölum til Frakklands næsta sumar. Skjáskot/Stöð 2
Bókanir til Frakklands næsta sumar í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu hafa tífaldast, jafnvel þótt ekki sé vitað hvenær, eða hvar íslenska landsliðið muni keppa.

Ferðaskrifstofan Gamanferðir býður meðal annars upp á fótboltaferðir i tengslum við íslenska landsliðið. Á undanförnum dögum hafa yfir tvö þúsund einstaklingar skráð sig á sérstakan póstlista ferðaskrifstofunnar til að fylgjast með upplýsingum um fótboltaferðir félagsins til Frakklands næsta sumar.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segist hafa orðið vör við mikinn áhuga bæði á flugum til Parísar og Lyon og fyrirhugað sé að bæta við flugum í kringum leikina þegar leikjaplanið liggur fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×