„Það verður að finna einhverjar lausnir fyrir þetta fólk“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2015 17:02 Guðfinna Jóhanna Guðmundsóttir. „Það vantar svona íbúðir í borgina,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um tillögu flokksins sem lögð var fyrir borgarráð í dag. Í henni er lagt til að skipulag Úlfarsársdals verði endurskoðað, þar á meðal þær lóðir sem nú er gert ráð fyrir einbýlishúsum eða parhúsum, það það fyrir augum að útbúa lóðir fyrir fjölbýlishús þar sem gert verður ráð fyrir litlum hagkvæmum búseturéttaríbúðum og leiguíbúðum sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Guðfinna segir að töluvert sé af lausum einbýlishúsa- og parhúsalóðum í Reykjavík sem ekki seljast. „Við teljum að það sé raunhæft að endurskoða skipulagið og koma þarna fyrir fjölbýlishúsum sem væru þá búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir í eigu félaga sem væru rekin án hagnaðarsjónarmiðla.“Lausn á hluta vandans Hún segir það vera staðreynd að flestar lausar byggingarhæfar lóðir vestan Elliðaáa eru í höndum fjárfesta, fasteignafélaga og banka. „Og það er mjög hæpið að þessir aðilar séu að fara að byggja svona íbúðir. Þess vegna er þetta tillaga sem felur í sér lausn á hluta þess vanda.“ Í tillögunni er talað um að þessar íbúðir gætu til dæmis hentað ungu fólki sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat og leigir langt umfram greiðslugetu. „Umræðan hefur verið undanfarið að ungt fólk á ekki eigið fé, það kemst ekki í gegnum greiðslumat og það er að borga leigu á almenna leigumarkaðinum sem er langt umfram greiðslugetu því almenni leigumarkaðurinn er mjög dýr. Eins og kom fram í spánni frá Landsbankanum þá þyrfti að lækka leiguverð um þriðjung til að það myndi verða ódýrara að leigja en kaupa. Það verður að finna einhverjar lausnir fyrir þetta fólk,“ segir Guðfinna.Vilja lækka byggingarkostnað Í tillögunni er nefnt að skoðað verði hvernig lækka megi byggingarkostnað við hönnun, útfærslu og byggingu húsanna, til dæmis að skoða hvort hluti húsanna ætti að vera tveimur hæðum með nokkrum íbúðum á hvorri hæð, með tröppum utan húss til að minnka sameign innan hússins og þar með stofn-, viðhalds- og rekstrarkostnaðar sameignar, þar á meðal kostnað við lyftu.Í október í fyrra fjallaði DV um fyrirtækið Smáíbúðir ehf. og rætt við eiginmann Guðfinnu Jóhönnu, Svan Guðmundsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Var fyrirtækið sagt vinna að því að fá hagstæðar lóðir á höfuðborgarsvæðinu fyrir svokölluð gámahús. „Hann er ekkert í þessu,“ segir Guðfinna um eiginmann sinn í tengslum við tillöguna en hún segir fyrirtækið Smáíbúðir ehf. ekki starfrækt í dag og þessi umræða jafnan byggð á miklum misskilningi. „Maðurinn minn hefur verið formaður Félags löggiltra leigumiðlara og síðustu árin, í kringum 2010 og 2011, byrjar hann að ræða við þáverandi ráðherra og benda á að það muni verða vandamál á leigumarkaðinum, það muni í rauninni verða húsnæðisskortur hérna þar sem lítið væri verið að byggja á þessum tíma. Hann og nokkrir aðrir ákváðu að útfæra hugmynd að svokölluðum gámaeiningahúsum sem gæti verið bráðabirgða lausn á meðan væri verið að leysa vandann og byggja upp húsnæði. Þeir buðust til að kynna þetta fyrir borginni en það var ekki áhugi fyrir því. Þetta var löngu áður en ég fer í pólitíkina, hann er ekki að starfa við þetta í dag, þetta félag er ekki starfrækt og hefur ekkert gert. Það mótaði þessa hugmynd og það var ekki áhugi fyrir henni og þá datt þetta mál upp fyrir og hefur ekki verið í skoðun síðan þá. Það var löngu áður en ég fór í pólitíkina.“Lesa má tillögu Framsóknar og flugvallarvina hér fyrir neðan:„Eins og kunnugt er vantar litlar ódýrar íbúðir fyrir ákveðinn hóp t.d. ungt fólk sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat og leigir langt umfram greiðslugetu. Því þarf að finna leiðir til að fjölga slíkum íbúðum t.d. leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum sem yrðu í eigu félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Því er lagt til að skipulag Úlfarsársdals verði endurskoðað þ. á m. þær lóðir sem nú er gert ráð fyrir einbýlishúsum eða parhúsum, með það fyrir augum að útbúa lóðir fyrir fjölbýlishús þar sem gert verður ráð fyrir litlum hagkvæmum búseturéttaríbúðum og leiguíbúðum fyrir félög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Hluti af íbúðunum yrðu fyrir Félagsbústaði. Skoðað verði hvernig lækka megi byggingarkostnað við hönnun, útfærslu og byggingu húsanna. T.d. mætti skoða hvort hluti húsanna ætti að vera á tveimur hæðum með nokkrum íbúðum á hvorri hæð með tröppum utanhúss til að minnka sameign innan hússins og þar með stofn-, viðhalds- og rekstrarkostnað sameignar þ. á m. kostnað við lyftu. Til að tryggja félagslega blöndun er t.d. hægt að líta til þekkingar og reynslu Búseta við útfærslu verkefnisins en félagið á og rekur bæði búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir og í íbúðunum býr bæði fólk sem fellur undir og ekki undir eigna- og tekjumörk.“ Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Það vantar svona íbúðir í borgina,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um tillögu flokksins sem lögð var fyrir borgarráð í dag. Í henni er lagt til að skipulag Úlfarsársdals verði endurskoðað, þar á meðal þær lóðir sem nú er gert ráð fyrir einbýlishúsum eða parhúsum, það það fyrir augum að útbúa lóðir fyrir fjölbýlishús þar sem gert verður ráð fyrir litlum hagkvæmum búseturéttaríbúðum og leiguíbúðum sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Guðfinna segir að töluvert sé af lausum einbýlishúsa- og parhúsalóðum í Reykjavík sem ekki seljast. „Við teljum að það sé raunhæft að endurskoða skipulagið og koma þarna fyrir fjölbýlishúsum sem væru þá búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir í eigu félaga sem væru rekin án hagnaðarsjónarmiðla.“Lausn á hluta vandans Hún segir það vera staðreynd að flestar lausar byggingarhæfar lóðir vestan Elliðaáa eru í höndum fjárfesta, fasteignafélaga og banka. „Og það er mjög hæpið að þessir aðilar séu að fara að byggja svona íbúðir. Þess vegna er þetta tillaga sem felur í sér lausn á hluta þess vanda.“ Í tillögunni er talað um að þessar íbúðir gætu til dæmis hentað ungu fólki sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat og leigir langt umfram greiðslugetu. „Umræðan hefur verið undanfarið að ungt fólk á ekki eigið fé, það kemst ekki í gegnum greiðslumat og það er að borga leigu á almenna leigumarkaðinum sem er langt umfram greiðslugetu því almenni leigumarkaðurinn er mjög dýr. Eins og kom fram í spánni frá Landsbankanum þá þyrfti að lækka leiguverð um þriðjung til að það myndi verða ódýrara að leigja en kaupa. Það verður að finna einhverjar lausnir fyrir þetta fólk,“ segir Guðfinna.Vilja lækka byggingarkostnað Í tillögunni er nefnt að skoðað verði hvernig lækka megi byggingarkostnað við hönnun, útfærslu og byggingu húsanna, til dæmis að skoða hvort hluti húsanna ætti að vera tveimur hæðum með nokkrum íbúðum á hvorri hæð, með tröppum utan húss til að minnka sameign innan hússins og þar með stofn-, viðhalds- og rekstrarkostnaðar sameignar, þar á meðal kostnað við lyftu.Í október í fyrra fjallaði DV um fyrirtækið Smáíbúðir ehf. og rætt við eiginmann Guðfinnu Jóhönnu, Svan Guðmundsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Var fyrirtækið sagt vinna að því að fá hagstæðar lóðir á höfuðborgarsvæðinu fyrir svokölluð gámahús. „Hann er ekkert í þessu,“ segir Guðfinna um eiginmann sinn í tengslum við tillöguna en hún segir fyrirtækið Smáíbúðir ehf. ekki starfrækt í dag og þessi umræða jafnan byggð á miklum misskilningi. „Maðurinn minn hefur verið formaður Félags löggiltra leigumiðlara og síðustu árin, í kringum 2010 og 2011, byrjar hann að ræða við þáverandi ráðherra og benda á að það muni verða vandamál á leigumarkaðinum, það muni í rauninni verða húsnæðisskortur hérna þar sem lítið væri verið að byggja á þessum tíma. Hann og nokkrir aðrir ákváðu að útfæra hugmynd að svokölluðum gámaeiningahúsum sem gæti verið bráðabirgða lausn á meðan væri verið að leysa vandann og byggja upp húsnæði. Þeir buðust til að kynna þetta fyrir borginni en það var ekki áhugi fyrir því. Þetta var löngu áður en ég fer í pólitíkina, hann er ekki að starfa við þetta í dag, þetta félag er ekki starfrækt og hefur ekkert gert. Það mótaði þessa hugmynd og það var ekki áhugi fyrir henni og þá datt þetta mál upp fyrir og hefur ekki verið í skoðun síðan þá. Það var löngu áður en ég fór í pólitíkina.“Lesa má tillögu Framsóknar og flugvallarvina hér fyrir neðan:„Eins og kunnugt er vantar litlar ódýrar íbúðir fyrir ákveðinn hóp t.d. ungt fólk sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat og leigir langt umfram greiðslugetu. Því þarf að finna leiðir til að fjölga slíkum íbúðum t.d. leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum sem yrðu í eigu félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Því er lagt til að skipulag Úlfarsársdals verði endurskoðað þ. á m. þær lóðir sem nú er gert ráð fyrir einbýlishúsum eða parhúsum, með það fyrir augum að útbúa lóðir fyrir fjölbýlishús þar sem gert verður ráð fyrir litlum hagkvæmum búseturéttaríbúðum og leiguíbúðum fyrir félög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Hluti af íbúðunum yrðu fyrir Félagsbústaði. Skoðað verði hvernig lækka megi byggingarkostnað við hönnun, útfærslu og byggingu húsanna. T.d. mætti skoða hvort hluti húsanna ætti að vera á tveimur hæðum með nokkrum íbúðum á hvorri hæð með tröppum utanhúss til að minnka sameign innan hússins og þar með stofn-, viðhalds- og rekstrarkostnað sameignar þ. á m. kostnað við lyftu. Til að tryggja félagslega blöndun er t.d. hægt að líta til þekkingar og reynslu Búseta við útfærslu verkefnisins en félagið á og rekur bæði búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir og í íbúðunum býr bæði fólk sem fellur undir og ekki undir eigna- og tekjumörk.“
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira