„Það verður að finna einhverjar lausnir fyrir þetta fólk“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2015 17:02 Guðfinna Jóhanna Guðmundsóttir. „Það vantar svona íbúðir í borgina,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um tillögu flokksins sem lögð var fyrir borgarráð í dag. Í henni er lagt til að skipulag Úlfarsársdals verði endurskoðað, þar á meðal þær lóðir sem nú er gert ráð fyrir einbýlishúsum eða parhúsum, það það fyrir augum að útbúa lóðir fyrir fjölbýlishús þar sem gert verður ráð fyrir litlum hagkvæmum búseturéttaríbúðum og leiguíbúðum sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Guðfinna segir að töluvert sé af lausum einbýlishúsa- og parhúsalóðum í Reykjavík sem ekki seljast. „Við teljum að það sé raunhæft að endurskoða skipulagið og koma þarna fyrir fjölbýlishúsum sem væru þá búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir í eigu félaga sem væru rekin án hagnaðarsjónarmiðla.“Lausn á hluta vandans Hún segir það vera staðreynd að flestar lausar byggingarhæfar lóðir vestan Elliðaáa eru í höndum fjárfesta, fasteignafélaga og banka. „Og það er mjög hæpið að þessir aðilar séu að fara að byggja svona íbúðir. Þess vegna er þetta tillaga sem felur í sér lausn á hluta þess vanda.“ Í tillögunni er talað um að þessar íbúðir gætu til dæmis hentað ungu fólki sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat og leigir langt umfram greiðslugetu. „Umræðan hefur verið undanfarið að ungt fólk á ekki eigið fé, það kemst ekki í gegnum greiðslumat og það er að borga leigu á almenna leigumarkaðinum sem er langt umfram greiðslugetu því almenni leigumarkaðurinn er mjög dýr. Eins og kom fram í spánni frá Landsbankanum þá þyrfti að lækka leiguverð um þriðjung til að það myndi verða ódýrara að leigja en kaupa. Það verður að finna einhverjar lausnir fyrir þetta fólk,“ segir Guðfinna.Vilja lækka byggingarkostnað Í tillögunni er nefnt að skoðað verði hvernig lækka megi byggingarkostnað við hönnun, útfærslu og byggingu húsanna, til dæmis að skoða hvort hluti húsanna ætti að vera tveimur hæðum með nokkrum íbúðum á hvorri hæð, með tröppum utan húss til að minnka sameign innan hússins og þar með stofn-, viðhalds- og rekstrarkostnaðar sameignar, þar á meðal kostnað við lyftu.Í október í fyrra fjallaði DV um fyrirtækið Smáíbúðir ehf. og rætt við eiginmann Guðfinnu Jóhönnu, Svan Guðmundsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Var fyrirtækið sagt vinna að því að fá hagstæðar lóðir á höfuðborgarsvæðinu fyrir svokölluð gámahús. „Hann er ekkert í þessu,“ segir Guðfinna um eiginmann sinn í tengslum við tillöguna en hún segir fyrirtækið Smáíbúðir ehf. ekki starfrækt í dag og þessi umræða jafnan byggð á miklum misskilningi. „Maðurinn minn hefur verið formaður Félags löggiltra leigumiðlara og síðustu árin, í kringum 2010 og 2011, byrjar hann að ræða við þáverandi ráðherra og benda á að það muni verða vandamál á leigumarkaðinum, það muni í rauninni verða húsnæðisskortur hérna þar sem lítið væri verið að byggja á þessum tíma. Hann og nokkrir aðrir ákváðu að útfæra hugmynd að svokölluðum gámaeiningahúsum sem gæti verið bráðabirgða lausn á meðan væri verið að leysa vandann og byggja upp húsnæði. Þeir buðust til að kynna þetta fyrir borginni en það var ekki áhugi fyrir því. Þetta var löngu áður en ég fer í pólitíkina, hann er ekki að starfa við þetta í dag, þetta félag er ekki starfrækt og hefur ekkert gert. Það mótaði þessa hugmynd og það var ekki áhugi fyrir henni og þá datt þetta mál upp fyrir og hefur ekki verið í skoðun síðan þá. Það var löngu áður en ég fór í pólitíkina.“Lesa má tillögu Framsóknar og flugvallarvina hér fyrir neðan:„Eins og kunnugt er vantar litlar ódýrar íbúðir fyrir ákveðinn hóp t.d. ungt fólk sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat og leigir langt umfram greiðslugetu. Því þarf að finna leiðir til að fjölga slíkum íbúðum t.d. leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum sem yrðu í eigu félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Því er lagt til að skipulag Úlfarsársdals verði endurskoðað þ. á m. þær lóðir sem nú er gert ráð fyrir einbýlishúsum eða parhúsum, með það fyrir augum að útbúa lóðir fyrir fjölbýlishús þar sem gert verður ráð fyrir litlum hagkvæmum búseturéttaríbúðum og leiguíbúðum fyrir félög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Hluti af íbúðunum yrðu fyrir Félagsbústaði. Skoðað verði hvernig lækka megi byggingarkostnað við hönnun, útfærslu og byggingu húsanna. T.d. mætti skoða hvort hluti húsanna ætti að vera á tveimur hæðum með nokkrum íbúðum á hvorri hæð með tröppum utanhúss til að minnka sameign innan hússins og þar með stofn-, viðhalds- og rekstrarkostnað sameignar þ. á m. kostnað við lyftu. Til að tryggja félagslega blöndun er t.d. hægt að líta til þekkingar og reynslu Búseta við útfærslu verkefnisins en félagið á og rekur bæði búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir og í íbúðunum býr bæði fólk sem fellur undir og ekki undir eigna- og tekjumörk.“ Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
„Það vantar svona íbúðir í borgina,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um tillögu flokksins sem lögð var fyrir borgarráð í dag. Í henni er lagt til að skipulag Úlfarsársdals verði endurskoðað, þar á meðal þær lóðir sem nú er gert ráð fyrir einbýlishúsum eða parhúsum, það það fyrir augum að útbúa lóðir fyrir fjölbýlishús þar sem gert verður ráð fyrir litlum hagkvæmum búseturéttaríbúðum og leiguíbúðum sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Guðfinna segir að töluvert sé af lausum einbýlishúsa- og parhúsalóðum í Reykjavík sem ekki seljast. „Við teljum að það sé raunhæft að endurskoða skipulagið og koma þarna fyrir fjölbýlishúsum sem væru þá búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir í eigu félaga sem væru rekin án hagnaðarsjónarmiðla.“Lausn á hluta vandans Hún segir það vera staðreynd að flestar lausar byggingarhæfar lóðir vestan Elliðaáa eru í höndum fjárfesta, fasteignafélaga og banka. „Og það er mjög hæpið að þessir aðilar séu að fara að byggja svona íbúðir. Þess vegna er þetta tillaga sem felur í sér lausn á hluta þess vanda.“ Í tillögunni er talað um að þessar íbúðir gætu til dæmis hentað ungu fólki sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat og leigir langt umfram greiðslugetu. „Umræðan hefur verið undanfarið að ungt fólk á ekki eigið fé, það kemst ekki í gegnum greiðslumat og það er að borga leigu á almenna leigumarkaðinum sem er langt umfram greiðslugetu því almenni leigumarkaðurinn er mjög dýr. Eins og kom fram í spánni frá Landsbankanum þá þyrfti að lækka leiguverð um þriðjung til að það myndi verða ódýrara að leigja en kaupa. Það verður að finna einhverjar lausnir fyrir þetta fólk,“ segir Guðfinna.Vilja lækka byggingarkostnað Í tillögunni er nefnt að skoðað verði hvernig lækka megi byggingarkostnað við hönnun, útfærslu og byggingu húsanna, til dæmis að skoða hvort hluti húsanna ætti að vera tveimur hæðum með nokkrum íbúðum á hvorri hæð, með tröppum utan húss til að minnka sameign innan hússins og þar með stofn-, viðhalds- og rekstrarkostnaðar sameignar, þar á meðal kostnað við lyftu.Í október í fyrra fjallaði DV um fyrirtækið Smáíbúðir ehf. og rætt við eiginmann Guðfinnu Jóhönnu, Svan Guðmundsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Var fyrirtækið sagt vinna að því að fá hagstæðar lóðir á höfuðborgarsvæðinu fyrir svokölluð gámahús. „Hann er ekkert í þessu,“ segir Guðfinna um eiginmann sinn í tengslum við tillöguna en hún segir fyrirtækið Smáíbúðir ehf. ekki starfrækt í dag og þessi umræða jafnan byggð á miklum misskilningi. „Maðurinn minn hefur verið formaður Félags löggiltra leigumiðlara og síðustu árin, í kringum 2010 og 2011, byrjar hann að ræða við þáverandi ráðherra og benda á að það muni verða vandamál á leigumarkaðinum, það muni í rauninni verða húsnæðisskortur hérna þar sem lítið væri verið að byggja á þessum tíma. Hann og nokkrir aðrir ákváðu að útfæra hugmynd að svokölluðum gámaeiningahúsum sem gæti verið bráðabirgða lausn á meðan væri verið að leysa vandann og byggja upp húsnæði. Þeir buðust til að kynna þetta fyrir borginni en það var ekki áhugi fyrir því. Þetta var löngu áður en ég fer í pólitíkina, hann er ekki að starfa við þetta í dag, þetta félag er ekki starfrækt og hefur ekkert gert. Það mótaði þessa hugmynd og það var ekki áhugi fyrir henni og þá datt þetta mál upp fyrir og hefur ekki verið í skoðun síðan þá. Það var löngu áður en ég fór í pólitíkina.“Lesa má tillögu Framsóknar og flugvallarvina hér fyrir neðan:„Eins og kunnugt er vantar litlar ódýrar íbúðir fyrir ákveðinn hóp t.d. ungt fólk sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat og leigir langt umfram greiðslugetu. Því þarf að finna leiðir til að fjölga slíkum íbúðum t.d. leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum sem yrðu í eigu félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Því er lagt til að skipulag Úlfarsársdals verði endurskoðað þ. á m. þær lóðir sem nú er gert ráð fyrir einbýlishúsum eða parhúsum, með það fyrir augum að útbúa lóðir fyrir fjölbýlishús þar sem gert verður ráð fyrir litlum hagkvæmum búseturéttaríbúðum og leiguíbúðum fyrir félög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Hluti af íbúðunum yrðu fyrir Félagsbústaði. Skoðað verði hvernig lækka megi byggingarkostnað við hönnun, útfærslu og byggingu húsanna. T.d. mætti skoða hvort hluti húsanna ætti að vera á tveimur hæðum með nokkrum íbúðum á hvorri hæð með tröppum utanhúss til að minnka sameign innan hússins og þar með stofn-, viðhalds- og rekstrarkostnað sameignar þ. á m. kostnað við lyftu. Til að tryggja félagslega blöndun er t.d. hægt að líta til þekkingar og reynslu Búseta við útfærslu verkefnisins en félagið á og rekur bæði búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir og í íbúðunum býr bæði fólk sem fellur undir og ekki undir eigna- og tekjumörk.“
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira