Ekki hægt að skrifa fylgishrunið á Guðmund Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. ágúst 2015 10:30 Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að skrifa megi fylgishrun Bjartrar framtíðar á formann flokksins. Skýringanna sé fremur að leita í tengingu Bjartrar framtíðar við hefðbundna flokka og auknar vinsældir róttækra flokka hér á landi sem og víða annars staðar í Evrópu. Björt framtíð fékk 8,2% atkvæða og sex þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum árið 2013 en stuðningur við flokkinn er að þurrkast út ef marka má skoðanakannanir. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist mest 17,5 prósent í lok mars í fyrra samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Fylgið var komið niður í 13,3 prósent hinn 28. febrúar á þessu ári og hefur síðan farið stöðugt lækkandi og fór undir 5 prósent í lok síðasta mánaðar. Fái flokkurinn þetta fylgi í næstu kosningum nær hann engum manni inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar hefur skrifað vanda flokksins á formanninn Guðmund Steingrímsson en í viðtali við Kjarnann 4. ágúst sagði hún orðrétt: „Vandinn er ekki tilkominn vegna þess að kjósendur skilja ekki flokkinn heldur er hann vandi formannsins og þeirra sem starfa í Bjartri framtíð.“ Guðmundur hefur ákveðið að hætta sem formaður Bjartrar framtíðar og verður nýr formaður kjörinn á ársfundi flokksins 5. september.Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði.365/ÞÞBaldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að hægt sé að skrifa fylgishrunið á formanninn og nefnir hann aðallega fimm ástæður fyrir fylgistapinu. „Í fyrsta lagi þá sýna flestallar erlendar og innlendar rannsóknir að fylgi flokka fer miklu frekar eftir stefnu þeirra heldur en leiðtogum. Í öðru lagi finnst mér að formaður Bjartrar framtíðar hafi ekki verið mikið gagnrýndur í samfélagsumræðunni. Formenn annarra stjórnmálaflokka eins og formenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa verið mun meira gagnrýndir en hann þannig að ekki er því um að kenna,“ segir Baldur. Baldur nefnir í þriðja lagi þá staðreynd að formaður flokksins hefur verið sýnilegur og fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum flokksins á framfæri. Í fjórða lagi nefnir hann stjórnmálaþróun í nágrannaríkjum og annars staðar í Evrópu. „Þessir flokkar á miðjunni eiga ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Kjósendur sem eru óákveðnir virðast vera að færast út á jaðrana, annað hvort til hægri eða vinstri, róttækari flokka sem boða meiri breytingar á samfélaginu heldur en þessir miðjuflokkar bjóða upp á. Þetta held ég að skýri að þónokkru leyti erfiða stöðu íslenskra miðjuflokka. Í fimmta og síðasta lagi þá er Björt framtíð ekkert annað en enn eitt klofningsframboðið til vinstri í íslenskum stjórnmálum og þau hafa aldrei verið langlíf.“ Tengdar fréttir Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26 Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að skrifa megi fylgishrun Bjartrar framtíðar á formann flokksins. Skýringanna sé fremur að leita í tengingu Bjartrar framtíðar við hefðbundna flokka og auknar vinsældir róttækra flokka hér á landi sem og víða annars staðar í Evrópu. Björt framtíð fékk 8,2% atkvæða og sex þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum árið 2013 en stuðningur við flokkinn er að þurrkast út ef marka má skoðanakannanir. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist mest 17,5 prósent í lok mars í fyrra samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Fylgið var komið niður í 13,3 prósent hinn 28. febrúar á þessu ári og hefur síðan farið stöðugt lækkandi og fór undir 5 prósent í lok síðasta mánaðar. Fái flokkurinn þetta fylgi í næstu kosningum nær hann engum manni inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar hefur skrifað vanda flokksins á formanninn Guðmund Steingrímsson en í viðtali við Kjarnann 4. ágúst sagði hún orðrétt: „Vandinn er ekki tilkominn vegna þess að kjósendur skilja ekki flokkinn heldur er hann vandi formannsins og þeirra sem starfa í Bjartri framtíð.“ Guðmundur hefur ákveðið að hætta sem formaður Bjartrar framtíðar og verður nýr formaður kjörinn á ársfundi flokksins 5. september.Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði.365/ÞÞBaldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að hægt sé að skrifa fylgishrunið á formanninn og nefnir hann aðallega fimm ástæður fyrir fylgistapinu. „Í fyrsta lagi þá sýna flestallar erlendar og innlendar rannsóknir að fylgi flokka fer miklu frekar eftir stefnu þeirra heldur en leiðtogum. Í öðru lagi finnst mér að formaður Bjartrar framtíðar hafi ekki verið mikið gagnrýndur í samfélagsumræðunni. Formenn annarra stjórnmálaflokka eins og formenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa verið mun meira gagnrýndir en hann þannig að ekki er því um að kenna,“ segir Baldur. Baldur nefnir í þriðja lagi þá staðreynd að formaður flokksins hefur verið sýnilegur og fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum flokksins á framfæri. Í fjórða lagi nefnir hann stjórnmálaþróun í nágrannaríkjum og annars staðar í Evrópu. „Þessir flokkar á miðjunni eiga ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Kjósendur sem eru óákveðnir virðast vera að færast út á jaðrana, annað hvort til hægri eða vinstri, róttækari flokka sem boða meiri breytingar á samfélaginu heldur en þessir miðjuflokkar bjóða upp á. Þetta held ég að skýri að þónokkru leyti erfiða stöðu íslenskra miðjuflokka. Í fimmta og síðasta lagi þá er Björt framtíð ekkert annað en enn eitt klofningsframboðið til vinstri í íslenskum stjórnmálum og þau hafa aldrei verið langlíf.“
Tengdar fréttir Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26 Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26
Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00