Staðan í dag óásættanleg að mati Illuga Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 24. ágúst 2015 14:30 Engin ein aðferð betri en önnur, segir Illugi sem skrifaði undir læsisátak í dag í samstarfi við Reykjavíkurborg. Visir/Ernir Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hóf átak í dag til að efla læsi með því að undirrita sáttmála þar um við Reykjavíkurborg. Illugi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu sáttmálann í Borgarbókasafninu ásamt Sigríði Björk Einarsdóttur stjórnarmanni SAMFOK. Undirritunin markar upphaf átaks um allt land sem miðar að því að efla læsi allra barna á aldrinum 2-16 ára. Hann segir mikið í húfi að allir taki höndum saman í átakinu, engin ein aðferð sé betri en önnur. „Við erum ekki með þessu átaki að leggja til einhverja eina aðferð við lestararkennsluna, heldur gerum samninga við sveitarfélögin um starfið inni í skólunum. Það er að segja þar sem ríkisvaldið menntamálaráðuneytið leggur til skimunarpróf og prófun á þeim og eins líka okkar ráðgjafa sem geta unnið með skólunum. Sveitarfélögin síðan setja sér læsisstefnu og markmið. Mörg þeirra hafa gert það nú þegar. Aðalatriði er að við tökum höndum saman, skólakerfið, stjórnmálamenn og foreldrar um að tryggja það að börnin okkar nái tökum á læsinu.“ Þetta er Illuga kappsmál og hann segir stöðuna í dag óásættanlega. „Við höfum öll þá sýn að við lok grunnskóla eigi börnin okkar öll að eiga sömu tækifæri í lífinu óháð efnahag foreldra þeirra og félagsstöðu. Það segir sig sjálft að barn sem getur ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla fær miklu færri tækifæri í lífinu en hin sem hafa gert það. Möguleikarnir til áframhaldandi mennta eru skertir ef krakkarnir hafa ekki náð tökum á læsinu. Þetta er mér mikið hjartans mál og kappsmál að við náum tökum á þessu. Ég er líka þeirrar skoðunar að það sé óásættanlegt að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hóf átak í dag til að efla læsi með því að undirrita sáttmála þar um við Reykjavíkurborg. Illugi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu sáttmálann í Borgarbókasafninu ásamt Sigríði Björk Einarsdóttur stjórnarmanni SAMFOK. Undirritunin markar upphaf átaks um allt land sem miðar að því að efla læsi allra barna á aldrinum 2-16 ára. Hann segir mikið í húfi að allir taki höndum saman í átakinu, engin ein aðferð sé betri en önnur. „Við erum ekki með þessu átaki að leggja til einhverja eina aðferð við lestararkennsluna, heldur gerum samninga við sveitarfélögin um starfið inni í skólunum. Það er að segja þar sem ríkisvaldið menntamálaráðuneytið leggur til skimunarpróf og prófun á þeim og eins líka okkar ráðgjafa sem geta unnið með skólunum. Sveitarfélögin síðan setja sér læsisstefnu og markmið. Mörg þeirra hafa gert það nú þegar. Aðalatriði er að við tökum höndum saman, skólakerfið, stjórnmálamenn og foreldrar um að tryggja það að börnin okkar nái tökum á læsinu.“ Þetta er Illuga kappsmál og hann segir stöðuna í dag óásættanlega. „Við höfum öll þá sýn að við lok grunnskóla eigi börnin okkar öll að eiga sömu tækifæri í lífinu óháð efnahag foreldra þeirra og félagsstöðu. Það segir sig sjálft að barn sem getur ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla fær miklu færri tækifæri í lífinu en hin sem hafa gert það. Möguleikarnir til áframhaldandi mennta eru skertir ef krakkarnir hafa ekki náð tökum á læsinu. Þetta er mér mikið hjartans mál og kappsmál að við náum tökum á þessu. Ég er líka þeirrar skoðunar að það sé óásættanlegt að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira