Frekari rök gegn byrjendalæsi opinberuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2015 07:00 Frá Háskólanum á Akureyri Menntamálastofnun hefur sent frá sér sex síðna svar við athugasemdum Miðstöðvar skólaþróunar á Akureyri, sem innleiddi byrjendalæsi. Í svarinu er rannsókn stofnunarinnar á árangri byrjendalæsis útskýrð í þaula og frekari gagnrýni á byrjendalæsi sett fram. Til að mynda eru þær fræðigreinar sem Miðstöðin hefur vísað í til grundvallar þróunar byrjendalæsis gagnrýndar. „Athygli vekur að flestar greinarnar eru frá því fyrir árið 2000 og sú nýjasta frá árinu 2003,“ segir í svarinu og er spurt hvort tekið hafi verið tillit til nýrri rannsókna við þróun aðferðarinnar. Að auki segir að æskilegt væri að Háskólinn á Akureyri upplýsti um niðurstöður rannsókna sinna fræðimanna á árangri af byrjendalæsi, sem gefur hefur verið í skyn að séu til í fjölmiðlum. Einnig gagnrýnir Menntamálastofnun skimunarpróf sem sagt er sýna árangur kennsluaðferðarinnar. Segir í svarinu að skimunarprófið hafi verið þýtt árið 2000 og ekki verið staðlað fyrir Ísland. Niðurstöður úr slíku prófi í lok 1. bekkjar geti því ekki talist mælikvarði á árangur nemenda í lestri. Í síðustu viku birti Menntamálastofnun niðurstöður rannsóknar sinnar um byrjendalæsi sem sýndi slakan árangur aðferðarinnar. Upphafsmenn byrjendalæsis hafa gagnrýnt þessa rannsókn en í svari Menntamálastofnunar eru niðurstöðurnar dregnar saman á einfaldari hátt. Þannig sýnir Menntamálastofnun fram á að meðaltal einkunna í skólum sem hafa tekið upp byrjendalæsi lækki marktækt eftir að þeir tóku upp aðferðina og séu marktækt lægri en landsmeðaltalið. Einnig að samanburðarhópurinn, nemendur sem ekki hafa verið í skólum með byrjendalæsi, sé með hærri einkunnir. Í lok svarsins segir að þar sem innleiðing byrjendalæsis hafi hafist fyrir tíu árum mætti ætla að það lægi fyrir fræðilagt mat á árangri sem skólar gætu tekið afstöðu til og ekki síst þegar aðferðin hefur verið innleidd í um helming íslenskra skóla. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir eðlilegt að það fari fram ítarlegri rannsókn á byrjendalæsi enda sjáist hvergi í gögnum frá Háskólanum á Akureyri að sú rannsókn hafi verið gerð. „Við erum ekki að leggja dóm á byrjendalæsi, það er hlutverk skólastjórnenda og kennara. En niðurstöður okkar sýna marktækan mun á árangri barna í byrjendalæsi og annarra og því eru sterkar vísbendingar um að aðferðin skili ekki þeim árangri sem menn eiga að geta gert kröfu til varðandi lestur barna,“ segir Arnór. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Menntamálastofnun hefur sent frá sér sex síðna svar við athugasemdum Miðstöðvar skólaþróunar á Akureyri, sem innleiddi byrjendalæsi. Í svarinu er rannsókn stofnunarinnar á árangri byrjendalæsis útskýrð í þaula og frekari gagnrýni á byrjendalæsi sett fram. Til að mynda eru þær fræðigreinar sem Miðstöðin hefur vísað í til grundvallar þróunar byrjendalæsis gagnrýndar. „Athygli vekur að flestar greinarnar eru frá því fyrir árið 2000 og sú nýjasta frá árinu 2003,“ segir í svarinu og er spurt hvort tekið hafi verið tillit til nýrri rannsókna við þróun aðferðarinnar. Að auki segir að æskilegt væri að Háskólinn á Akureyri upplýsti um niðurstöður rannsókna sinna fræðimanna á árangri af byrjendalæsi, sem gefur hefur verið í skyn að séu til í fjölmiðlum. Einnig gagnrýnir Menntamálastofnun skimunarpróf sem sagt er sýna árangur kennsluaðferðarinnar. Segir í svarinu að skimunarprófið hafi verið þýtt árið 2000 og ekki verið staðlað fyrir Ísland. Niðurstöður úr slíku prófi í lok 1. bekkjar geti því ekki talist mælikvarði á árangur nemenda í lestri. Í síðustu viku birti Menntamálastofnun niðurstöður rannsóknar sinnar um byrjendalæsi sem sýndi slakan árangur aðferðarinnar. Upphafsmenn byrjendalæsis hafa gagnrýnt þessa rannsókn en í svari Menntamálastofnunar eru niðurstöðurnar dregnar saman á einfaldari hátt. Þannig sýnir Menntamálastofnun fram á að meðaltal einkunna í skólum sem hafa tekið upp byrjendalæsi lækki marktækt eftir að þeir tóku upp aðferðina og séu marktækt lægri en landsmeðaltalið. Einnig að samanburðarhópurinn, nemendur sem ekki hafa verið í skólum með byrjendalæsi, sé með hærri einkunnir. Í lok svarsins segir að þar sem innleiðing byrjendalæsis hafi hafist fyrir tíu árum mætti ætla að það lægi fyrir fræðilagt mat á árangri sem skólar gætu tekið afstöðu til og ekki síst þegar aðferðin hefur verið innleidd í um helming íslenskra skóla. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir eðlilegt að það fari fram ítarlegri rannsókn á byrjendalæsi enda sjáist hvergi í gögnum frá Háskólanum á Akureyri að sú rannsókn hafi verið gerð. „Við erum ekki að leggja dóm á byrjendalæsi, það er hlutverk skólastjórnenda og kennara. En niðurstöður okkar sýna marktækan mun á árangri barna í byrjendalæsi og annarra og því eru sterkar vísbendingar um að aðferðin skili ekki þeim árangri sem menn eiga að geta gert kröfu til varðandi lestur barna,“ segir Arnór.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira