Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2015 16:18 Sigurborg Daðadóttur, yfirdýralæknir, Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, hefur óskað eftir aukafjárframlögum til þess að stofnunin geti staðið straum af dýralæknakostnaði í dreifðum byggðum landsins. Jafnframt hefur yfirdýralæknir óskað eftir því að skipting þjónustusvæða landsins verði endurskoðuð. Aðeins er gert ráð fyrir að tveir dýralæknar sinni þjónustu á svæði sem nær frá Ljósavatnsskarði í vestri til Fáskrúðsfjarðar í austri. Bóndi í Þingeyjarsveit óttast um afdrif kú sinnar Tíu en hún fékk skyndilega bráðajúgurbólgu og gæti drepist fái hún ekki aðstoð dýralæknis. Í samtali við Vísi sagði bóndinn að hann hefði ekki náð í dýralækni en allir dýralæknir á Húsavík hafa lagt niður störf. Vakt dýralækna á svæðinu er sinnt frá Vopnafirði. Matvælastofnun og yfirdýralæknir tóku þá ákvörðun um að skera niður þóknun til dýralækna í Þingeyjarsveit og á Egilstöðum til þess að betur væri hægt að sinna dýralæknaþjónustu frá Vopnafirði vegna búskapar í Þistilfirði, Langanesi og Vopnafirði. „Við ákváðum að það væri mesta þörfin til að styrkja dýralækninn á Vopnafirði svo hann gæti sinnt þjónustu vegna búskapar þar,“ segir Sigurbjörg. Þóknanir skertar niður annarstaðar„Við mátum það svo að væri hægt að freista þess að dýralæknar sem eru búsettir á Húsavík myndu samt sem áður sætt sig við það að hafa minni stuðning en ella. Það hafa þeir ekki sætt sig við og ég hef fullan skilning á því.“ Yfirdýralæknir boðar þó breytingu og að á næsta ári muni fleiri dýralæknar sinna þjónustu á þessu víðfeðma svæði. Hefur embættið fengið vilyrði fyrir því frá Atvinnuvegaráðuneytinu að aukið fjármagn fáist frá og með næsta ári til að sinna þessari þjónustu. „Eg hef óskað eftir því við ráðuneytið að stuðningur verði aukinn á þessu stóra landssvæði. Matvælastofnun hefur fengið jákvæð svör við því frá ráðuneytin en það verður ekki fyrr en á næsta ári.“ Jafnframt telur Sigurbjörg að endurskoða þurfi svæðaskiptingu svo dýralæknar þurfi ekki að sinna of víðfeðmum svæðum. „Allt þetta stóra svæði þarf meira en tvo dýralækna. Þetta eru miklar vegalengdir á þessu svæði og maður veltir því fyrir sér hvernig reglugerðin skiptir upp þessum svæðum. Ég hef sótt um breytingu á þessari reglugerð til að minnka svæðin. Það er til umfjöllunar í ráðuneytinu.“ Tengdar fréttir Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, hefur óskað eftir aukafjárframlögum til þess að stofnunin geti staðið straum af dýralæknakostnaði í dreifðum byggðum landsins. Jafnframt hefur yfirdýralæknir óskað eftir því að skipting þjónustusvæða landsins verði endurskoðuð. Aðeins er gert ráð fyrir að tveir dýralæknar sinni þjónustu á svæði sem nær frá Ljósavatnsskarði í vestri til Fáskrúðsfjarðar í austri. Bóndi í Þingeyjarsveit óttast um afdrif kú sinnar Tíu en hún fékk skyndilega bráðajúgurbólgu og gæti drepist fái hún ekki aðstoð dýralæknis. Í samtali við Vísi sagði bóndinn að hann hefði ekki náð í dýralækni en allir dýralæknir á Húsavík hafa lagt niður störf. Vakt dýralækna á svæðinu er sinnt frá Vopnafirði. Matvælastofnun og yfirdýralæknir tóku þá ákvörðun um að skera niður þóknun til dýralækna í Þingeyjarsveit og á Egilstöðum til þess að betur væri hægt að sinna dýralæknaþjónustu frá Vopnafirði vegna búskapar í Þistilfirði, Langanesi og Vopnafirði. „Við ákváðum að það væri mesta þörfin til að styrkja dýralækninn á Vopnafirði svo hann gæti sinnt þjónustu vegna búskapar þar,“ segir Sigurbjörg. Þóknanir skertar niður annarstaðar„Við mátum það svo að væri hægt að freista þess að dýralæknar sem eru búsettir á Húsavík myndu samt sem áður sætt sig við það að hafa minni stuðning en ella. Það hafa þeir ekki sætt sig við og ég hef fullan skilning á því.“ Yfirdýralæknir boðar þó breytingu og að á næsta ári muni fleiri dýralæknar sinna þjónustu á þessu víðfeðma svæði. Hefur embættið fengið vilyrði fyrir því frá Atvinnuvegaráðuneytinu að aukið fjármagn fáist frá og með næsta ári til að sinna þessari þjónustu. „Eg hef óskað eftir því við ráðuneytið að stuðningur verði aukinn á þessu stóra landssvæði. Matvælastofnun hefur fengið jákvæð svör við því frá ráðuneytin en það verður ekki fyrr en á næsta ári.“ Jafnframt telur Sigurbjörg að endurskoða þurfi svæðaskiptingu svo dýralæknar þurfi ekki að sinna of víðfeðmum svæðum. „Allt þetta stóra svæði þarf meira en tvo dýralækna. Þetta eru miklar vegalengdir á þessu svæði og maður veltir því fyrir sér hvernig reglugerðin skiptir upp þessum svæðum. Ég hef sótt um breytingu á þessari reglugerð til að minnka svæðin. Það er til umfjöllunar í ráðuneytinu.“
Tengdar fréttir Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00