Segir þörf á heildarendurskoðun skaðabótalaga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 12. ágúst 2015 19:34 Þeir sem verða fyrir líkamstjóni eru í mörgum tilvikum ekki að fá fullar bætur vegna þess að forsendur gildandi skaðabótalaga eru úreltar. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur þörf á heildarendurskoðun laganna. Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild HÍ, lýsir þeirri skoðun sinni í grein í afmælisriti Tryggva Gunnarssonar, að þörf sé á heildarendurskoðun á skaðabótalögum en lögin eru frá árinu 1993. Vísar hann til fjölda atriða sem þarfnast endurskoðunar, sem eru allt frá því að vera tæknilegar villur yfir í grundvallaratriði í lögunum. Sem dæmi nefnir Eiríkur margfeldisstuðulinn í 6. gr. laganna en hann er einn af þeim þáttum sem ráða því hvað tjónþolar fá í bætur. „Hann auðvitað byggir á ákveðnum forsendum. Það er reiknaður út stuðull árið 1999 miðað við þær forsendur. En svo auðvitað líður tíminn og forsendur breytast. Við getum sem dæmi nefnt fjármagnstekjuskatt. Stuðullinn miðar við að hann sé 10 prósent, en eins og við þekkjum þá er hann 20 prósent,“ segir Eiríkur. En miðað við þetta, eru tjónþolar ekki að fá fullar bætur eins og lögin eru í dag? „Nei það er auðvitað alltaf hættan. Markmiðið hlýtur að vera að hafa þetta rétt. Skaðabótalögin miða öll við að tryggja öllum bætur fyrir fullt tjón, en ef hinn undirliggjandi stuðull sem ræður fjárhæð bóta er ekki réttur, að þá er það auðvitað hættan að það sé ekki rétt,“ segir Eiríkur. Niðurstaðan geti einnig orðið sú að tjónþoli fái of háar bætur. Þá sé einnig mikilvægt að endurskoða ákvæði laganna um lágmarksárslaun og hámarksárslaun. Þrátt fyrir þessa gagnrýni segir Eiríkur að lögin fangi sjaldan athygli stjórnmálamanna. Hann vonast þó eftir að lögin verði tekin til endurskoðunar, enda miklir hagsmunir í húfi. „Það eru gríðarlega miklir hagsmunir að hafa þetta rétt. Hér verður gríðarlegur fjöldi umferðarslysa og vinnuslysa á ári hverju og miklir hagsmunir fyrir tjónþola og auðvitað samfélagið allt að við reynum að hafa þetta rétt og að kerfið tryggi fullar bætur,“ segir Eiríkur. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Þeir sem verða fyrir líkamstjóni eru í mörgum tilvikum ekki að fá fullar bætur vegna þess að forsendur gildandi skaðabótalaga eru úreltar. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur þörf á heildarendurskoðun laganna. Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild HÍ, lýsir þeirri skoðun sinni í grein í afmælisriti Tryggva Gunnarssonar, að þörf sé á heildarendurskoðun á skaðabótalögum en lögin eru frá árinu 1993. Vísar hann til fjölda atriða sem þarfnast endurskoðunar, sem eru allt frá því að vera tæknilegar villur yfir í grundvallaratriði í lögunum. Sem dæmi nefnir Eiríkur margfeldisstuðulinn í 6. gr. laganna en hann er einn af þeim þáttum sem ráða því hvað tjónþolar fá í bætur. „Hann auðvitað byggir á ákveðnum forsendum. Það er reiknaður út stuðull árið 1999 miðað við þær forsendur. En svo auðvitað líður tíminn og forsendur breytast. Við getum sem dæmi nefnt fjármagnstekjuskatt. Stuðullinn miðar við að hann sé 10 prósent, en eins og við þekkjum þá er hann 20 prósent,“ segir Eiríkur. En miðað við þetta, eru tjónþolar ekki að fá fullar bætur eins og lögin eru í dag? „Nei það er auðvitað alltaf hættan. Markmiðið hlýtur að vera að hafa þetta rétt. Skaðabótalögin miða öll við að tryggja öllum bætur fyrir fullt tjón, en ef hinn undirliggjandi stuðull sem ræður fjárhæð bóta er ekki réttur, að þá er það auðvitað hættan að það sé ekki rétt,“ segir Eiríkur. Niðurstaðan geti einnig orðið sú að tjónþoli fái of háar bætur. Þá sé einnig mikilvægt að endurskoða ákvæði laganna um lágmarksárslaun og hámarksárslaun. Þrátt fyrir þessa gagnrýni segir Eiríkur að lögin fangi sjaldan athygli stjórnmálamanna. Hann vonast þó eftir að lögin verði tekin til endurskoðunar, enda miklir hagsmunir í húfi. „Það eru gríðarlega miklir hagsmunir að hafa þetta rétt. Hér verður gríðarlegur fjöldi umferðarslysa og vinnuslysa á ári hverju og miklir hagsmunir fyrir tjónþola og auðvitað samfélagið allt að við reynum að hafa þetta rétt og að kerfið tryggi fullar bætur,“ segir Eiríkur.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira