Vilja kortleggja sameiginlega hagsmuni Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2015 21:00 Vestnorræna ráðið er samstarfsráð þinga og ríkisstjórna Íslands, Færeyja og Grænlands sem var stofnað árið 1985. Vestnorræna ráðið vill að yfirvöld Íslands, Færeyja og Grænlands kortleggi sameiginlega hagsmuni á sviði viðskipta, samgangna, innviða og sjávarútvegs. Ráðið samþykkti á ársfundi sínum í dag í Runavík í Færeyjum að beina því til stjórnvalda landanna að stofna vinnuhóp sem ynni að kortlaggningunni. Samkvæmt tilkynningu framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins, Ingu Dóru Markussen, ætti vinnuhópurinn að minnsta kosti að greina kosti og galla þess að gera vestnorrænan fríverslunarsamning. Að öðrum kosti ætti hópurinn að skoða kosti tvíhliðasamninga milli Grænlands og Íslands og Grænlands og Færeyja og að kortleggja á hvaða sviðum löndin hefðu gangkvæman ávinning af aukinni fríverslun og hvar ekki. „Þá væri einnig mjög gagnlegt ef vinnuhópurinn ætti möguleika á að kortleggja kosti og galla þess að mynda vestnorrænt fríverslunarsvæði sem fæli í sér frjálst flæði vöru, fólks, þjónustu og fjármagns, og að sama skapi vestnorrænt viðskiptaráð með það að markmiði að greina tækifæri og hindranir í frjálsum og opnum viðskiptum á milli landanna,“ segir í tilkynningunni. Þar að auki var samþykkt að leggja til við stjórnvöld landanna þriggja að þau ynnu greiningu á möguleikanum á sameiginlegri vestnorrænni langtímastefnu fyrir samgöngur og innviði. „Landfræðileg lega vestnorræna svæðisins í miðju Norður-Atlantshafi, á milli meginlands Evrópu og Norður-Ameríku, og með auknum tengingum við Asíu í gegnum flutninga um og í gegnum norðurskautið, geri það að verkum að flutningar skipta sköpum fyrir efnahagslíf landanna.“ Í tilkynningunni segir að mikilvægt sé að stjórnvöld styðji við aukin umsvif á svæðinu til að löndin geti nýtt þau tækifæri sem eru fyrir hendi á ábyrgan hátt. Samstarf auki samkeppnishæfi landanna í alþjóðlegu tilliti. Þá geti sameiginleg stefnumótun um samgöngur og innvið aukið hagsæld á vestnorræna svæðinu. Að lokum beindi ársfundurinn því til stjórnvalda að vinna sameiginlega greiningu á hvernig löndin geti aukið samstarfs sitt í sjávarútvegi. „Greiningin ætti a.m.k. að líta til svæðissamstarfs við stjórnun auðlinda, sameiginlegrar markaðssetningar, hafrannsókna, umhverfismála og sjálfbærni, aðgangs að mörkuðum, þar á meðal Evrópusambandsins, markaðsþróunar og sameiginlegrar stefnu og samningagerðar, ásamt því að kortleggja þau svæði þar sem löndin þrjú standa betur saman en ein sér.“ Vestnorræna ráðið er samstarfsráð þinga og ríkisstjórna Íslands, Færeyja og Grænlands sem var stofnað árið 1985. Ráðið skipa 6 fulltrúar frá hverju landi sem tilnefndir eru af viðkomandi þingum. Í Íslandsdeild sitja Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður, Vigdís Hauksdóttir, varaformaður, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Oddný Harðardóttir, Páll Jóhann Pálsson og Páll Valur Björnsson. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Vestnorræna ráðið vill að yfirvöld Íslands, Færeyja og Grænlands kortleggi sameiginlega hagsmuni á sviði viðskipta, samgangna, innviða og sjávarútvegs. Ráðið samþykkti á ársfundi sínum í dag í Runavík í Færeyjum að beina því til stjórnvalda landanna að stofna vinnuhóp sem ynni að kortlaggningunni. Samkvæmt tilkynningu framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins, Ingu Dóru Markussen, ætti vinnuhópurinn að minnsta kosti að greina kosti og galla þess að gera vestnorrænan fríverslunarsamning. Að öðrum kosti ætti hópurinn að skoða kosti tvíhliðasamninga milli Grænlands og Íslands og Grænlands og Færeyja og að kortleggja á hvaða sviðum löndin hefðu gangkvæman ávinning af aukinni fríverslun og hvar ekki. „Þá væri einnig mjög gagnlegt ef vinnuhópurinn ætti möguleika á að kortleggja kosti og galla þess að mynda vestnorrænt fríverslunarsvæði sem fæli í sér frjálst flæði vöru, fólks, þjónustu og fjármagns, og að sama skapi vestnorrænt viðskiptaráð með það að markmiði að greina tækifæri og hindranir í frjálsum og opnum viðskiptum á milli landanna,“ segir í tilkynningunni. Þar að auki var samþykkt að leggja til við stjórnvöld landanna þriggja að þau ynnu greiningu á möguleikanum á sameiginlegri vestnorrænni langtímastefnu fyrir samgöngur og innviði. „Landfræðileg lega vestnorræna svæðisins í miðju Norður-Atlantshafi, á milli meginlands Evrópu og Norður-Ameríku, og með auknum tengingum við Asíu í gegnum flutninga um og í gegnum norðurskautið, geri það að verkum að flutningar skipta sköpum fyrir efnahagslíf landanna.“ Í tilkynningunni segir að mikilvægt sé að stjórnvöld styðji við aukin umsvif á svæðinu til að löndin geti nýtt þau tækifæri sem eru fyrir hendi á ábyrgan hátt. Samstarf auki samkeppnishæfi landanna í alþjóðlegu tilliti. Þá geti sameiginleg stefnumótun um samgöngur og innvið aukið hagsæld á vestnorræna svæðinu. Að lokum beindi ársfundurinn því til stjórnvalda að vinna sameiginlega greiningu á hvernig löndin geti aukið samstarfs sitt í sjávarútvegi. „Greiningin ætti a.m.k. að líta til svæðissamstarfs við stjórnun auðlinda, sameiginlegrar markaðssetningar, hafrannsókna, umhverfismála og sjálfbærni, aðgangs að mörkuðum, þar á meðal Evrópusambandsins, markaðsþróunar og sameiginlegrar stefnu og samningagerðar, ásamt því að kortleggja þau svæði þar sem löndin þrjú standa betur saman en ein sér.“ Vestnorræna ráðið er samstarfsráð þinga og ríkisstjórna Íslands, Færeyja og Grænlands sem var stofnað árið 1985. Ráðið skipa 6 fulltrúar frá hverju landi sem tilnefndir eru af viðkomandi þingum. Í Íslandsdeild sitja Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður, Vigdís Hauksdóttir, varaformaður, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Oddný Harðardóttir, Páll Jóhann Pálsson og Páll Valur Björnsson.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira