Innlent

Búið að koma taug í vélarvana skútuna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Oddur V. Gíslason
Oddur V. Gíslason mynd/otti rafn sigmarsson
Búist er við því að björgunarskipið Oddur V. Gíslason komi með erlenda skútu til hafnar í Grindavík á öðrum tímanum í nótt. Oddur hélt af stað til að aðstoða skútuna skömmu fyrir klukkan níu í kvöld.

Er björgunarskipið kom á staðinn þar sem talið var að skútan væri kom í ljós að hana hafði rekið töluverðan spotta. Tók því lengri tíma en áætlað var að komast að henni. Búið var að koma taug í skútuna um klukkan 22.15. Búið er að koma togvír í skútuna sem var vélarvana og aðalsegl hennar ónýtt.

Skútan er frá útlöndum og voru fimm erlendir skipverjar um borð. Þeir eru allir heilir á húfi en að niðurlotum komnir eftir síðustu daga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×