Innlent

Skipverjar heilir á húfi en örþreyttir

gissur sigurðsson skrifar
Oddur V. Gíslason
Oddur V. Gíslason MYND/OTTI RAFN SIGMARSSON
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason kom til hafnar í Grindavík um klukkan hálf eitt í nótt með þýska skútu í togi, en þar voru fimm manns um borð. Áhöfnin kallaði eftir hjálp þegar skútan var stödd um nítján sjómílur suður af Grindavík seint í gærkvöldi.

Þá hafði vélin bilað en áður hafði aðal seglið rifnað. Barst hún því fyrir vindi og straumum og tók það björgunarmenn nokkurn tíma að finna hana, en úr því gekk allt að óskum.

Ekkert amaði að mansnkapnum um borð, sem er frá Þýskalandi, nema hvað allir voru orðnir örþreyttir, að sögn björgunarmanna, og þráðu það eitt að geta sofið vel. Aðra skútu, sem var á leið til Reykjavíkur í gærkvöldi, bar af leið, en náði til hafnar á Rifi á Snæfellsnesi í nótt. Ekkert amaði að mannskapnum þar um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×