Innlent

Blaut helgi framundan

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mikil rigning er í kortunum fyrir helgina.
Mikil rigning er í kortunum fyrir helgina. Vísir/Vedur.is
Áfram verður hvasst og blautt í veðri ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Í dag getur vindur farið upp í allt að átján metra á sekúndu sunnan til en hvassast verður með ströndinni. Hægara verður um landið norðanvert og úrkomulítið. Á morgun verður talsverð rigning á suðausturlandi og suðaustan vindur fimm til þrettán vindstig. Hlýjast verður á Norðurlandi en meðalhiti yfir landið verður átta til sextán stig.

Helgin verður blaut á mestöllu landinu en bjartast verður á norðausturlandi.

Veðurhorfur næstu daga fengnar af vedur.is:

Á föstudag:

Austan og suðaustan 5-13 m/s. Þurrt að kalla á NA-landi, rigning SA-til, en víða skúrir annars staðar, einkum síðdegis. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast N- og V-lands.

Á laugardag og sunnudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir eða rigning, en þurrt að mestu um landið NA-vert. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á NA-landi.

Á mánudag:

Suðvestan gola og skúrir, en bjart með köflum á A-helmingi landsins. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á A-landi.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir hæga breytilega átt. Þurrt á landinu og bjart á köflum. Hiti 10 til 16 stig.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir austan- og suðaustanátt. Dálítil væta á S- og V-landi, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×