Innlent

Í sjálfheldu við Hafnarfjall

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Ernir
Göngumaður sem lenti í villum og sjálfheldu á Klausturtunguhóli við Hafnarfjall var sóttur af björgunarsveitum í nótt. Maðurinn var á svokallaðri sjö tinda göngu og lagði af stað frá Hafnarfjalli í gær og ætlaði að enda gönguna í Árdalnum.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu breytti göngumaðurinn áætlun sinni og fór hann eftir stíg sem liggur niður í Seleyrardal. Hann snéri þó við þar sem sú leið var brött og villtist af leið og lenti í sjálfheldu.

Smáskilaboð í sem í stóð „Rescue Me“ voru send í síma hans, en sé þeim svarað fylgi nákvæm staðsetning símans. Því voru björgunarsveitarmenn komnir að manninum rétt fyrir klukkan sex í morgun og var hann í ágætis ásigkomulagi. Hann fékk hressingu og var fylgt niður af fjallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×