Fótbolti

Sverrir Ingi hélt hreinu í sigri | Kolbeinn spilaði allan leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn í leik með Nantes.
Kolbeinn í leik með Nantes. vísir/afp
Sverrir Ingi Ingason og félagar í Lokeren héldu hreinu gegn Mechelen í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en leikið var í Lokeren.

Sverrir Ingi stóð vaktina sem fyrr í vörn Lokeren, en þeir Mijat Maric og Eugene Ansah sáu um markaskorun Lokeren í sitthvorum hálfleiknum. Lokatölur 2-0 sigur Lokeren.

Lokeren er með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina, en liðið er í tíunda sæti deildarinnar.

Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn í fremstu víglínu Nantes gegn Angers í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Kolbeini tókst ekki að skora, né samherjum hans eða mótherjum og lokatölur markalaust jafntefli, en Nantes er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×