Fótbolti

Þægilegt hjá PSG án Zlatan og di María

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matuidi fagnar marki sínu fyrr í kvöld.
Matuidi fagnar marki sínu fyrr í kvöld. vísir/getty
Paris Saint Germain átti ekki í miklum vandræðum með Ajaccio á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en PSG er með fullt hús stiga eftir leikina tvo.

Blaise Matuidi kom Parísarliðinu yfir á elleftu mínútu og tíu mínútum síðar tvöfaldaði varnarmaðurinn og fyrirliðinn Thiago Silva forystuna.

Staðan 2-0 í hálfleik, en mörkin urðu ekki fleiri í þeim síðari og þægilegur sigur frönsku meistaranna staðreynd.

PSG er á toppi deildarinnar með sex stig eftir fyrstu tvo leikina, en liðið hefur ekki fengið á sig mark í upphafi móts. Ajaccio er með eitt stig eftir leikina tvo.

Zlatan Ibrahimovic og Angel di Maríavoru ekki í leikmannahóp vegna meiðsla, en vonir standa til að þeir verði klárir í slaginn um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×