Fótbolti

Samloka nefnd í höfuðið á Pirlo

Pirlo er þegar orðinn stuðningsmaður Yankees.
Pirlo er þegar orðinn stuðningsmaður Yankees. vísir/getty
Þú veist þú ert orðin stjarna í New York þegar veitingastaðir eru farnir að nefna mat eftir þér.

Ítalska knattspyrnustjarnan Andrea Pirlo er farinn að spila í borginni og hefur þegar slegið í gegn.

Þekktur samlokustaður í borginni er því farinn að bjóða „The Pirlo". Á samlokunni er ítalskt góðgæti í ítölsku brauði en einnig með bláberjum sem er frekar spes.

Svo er spurning hvort Pirlo láti sjá sig og prófi samlokuna.

The Pirlo. Lítur hún vel út?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×