Mannleg mistök að ekki var kveikt á öryggiskerfinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2015 19:30 Talið er að mannleg mistök hafi valdið því að ekki var kveikt á öryggiskerfinu í verslunarmiðstöðinni Firði þegar verslunin Úr og gull var rænd aðfaranótt sunnudags. Þjófurinn er talinn hafa reynt að ræna aðra verslun en lögreglan er litlu nær um hver var þarna að verki. Það var klukkan hálf sex aðfaranótt sunnudags sem lögreglu barst tilkynning frá vegfaranda á reiðhjóli sem varð til þess að öryggisvörður mætti á vettvang í verslunarmiðstöðina Fjörður í Hafnarfirði. Hann varð ekki var við neitt athugavert og tók öryggiskerfið af húsnæðinu og yfirgaf svæðið. Klukkutíma síðar lét þjófurinn greipar sópa. Þjófurinn tók allt það verðmætasta úr versluninni en talið er að andvirði þýfisins hlaupi á milljónum ef ekki tugum milljóna króna.Nú var ekki kveikt á öryggiskerfinu. Hvers vegna var það? „Að öllum líkindum eru það bara mannleg mistök. Við fáum þetta símtal klukkan hálf sjö og að öllum líkindum er hann bara í góðri trú og gleymir því,” segir Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins. Öryggisvörðurinn hafi því gleymt að setja kerfið aftur á.Þjófurinn þekkti vel til verkaGuðmundur segir tímasetninguna heldur ekki vera neina tilviljun, þetta sé einn af fimm dögum ársins sem enginn er í verslunarmiðstöðinni. „Hann virðist þekkja vel til verka. Hann vissi hvað hann ætlaði að taka, ásamt því að hann hefur að öllum líkindum þekkt húsið alveg ágætlega af því að hann velur aðra leið til þess að fara út en hann kom inn um,“ segir Guðmundur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Lögreglu hafa borist nokkrar ábendingar og þá hefur ein húsleit verið gerð en hún skilaði ekki árangri við rannsókn málsins. Rannsóknarlögreglumaður sem fréttastofa ræddi við sagði raunar að lögreglan væri litlu nær um hver var hér að verki. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Talið er að mannleg mistök hafi valdið því að ekki var kveikt á öryggiskerfinu í verslunarmiðstöðinni Firði þegar verslunin Úr og gull var rænd aðfaranótt sunnudags. Þjófurinn er talinn hafa reynt að ræna aðra verslun en lögreglan er litlu nær um hver var þarna að verki. Það var klukkan hálf sex aðfaranótt sunnudags sem lögreglu barst tilkynning frá vegfaranda á reiðhjóli sem varð til þess að öryggisvörður mætti á vettvang í verslunarmiðstöðina Fjörður í Hafnarfirði. Hann varð ekki var við neitt athugavert og tók öryggiskerfið af húsnæðinu og yfirgaf svæðið. Klukkutíma síðar lét þjófurinn greipar sópa. Þjófurinn tók allt það verðmætasta úr versluninni en talið er að andvirði þýfisins hlaupi á milljónum ef ekki tugum milljóna króna.Nú var ekki kveikt á öryggiskerfinu. Hvers vegna var það? „Að öllum líkindum eru það bara mannleg mistök. Við fáum þetta símtal klukkan hálf sjö og að öllum líkindum er hann bara í góðri trú og gleymir því,” segir Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins. Öryggisvörðurinn hafi því gleymt að setja kerfið aftur á.Þjófurinn þekkti vel til verkaGuðmundur segir tímasetninguna heldur ekki vera neina tilviljun, þetta sé einn af fimm dögum ársins sem enginn er í verslunarmiðstöðinni. „Hann virðist þekkja vel til verka. Hann vissi hvað hann ætlaði að taka, ásamt því að hann hefur að öllum líkindum þekkt húsið alveg ágætlega af því að hann velur aðra leið til þess að fara út en hann kom inn um,“ segir Guðmundur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Lögreglu hafa borist nokkrar ábendingar og þá hefur ein húsleit verið gerð en hún skilaði ekki árangri við rannsókn málsins. Rannsóknarlögreglumaður sem fréttastofa ræddi við sagði raunar að lögreglan væri litlu nær um hver var hér að verki.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira