Innlent

Einn handtekinn vegna innbrots í verslunarmiðstöðina Fjörð

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan hefur handtekið mann í tengslum við innbrot verslunarmiðstöðinni Firði um síðustu helgi og hafa yfirheyrslur yfir honum farið fram. Þar var brotist inn í skartgripaverslun, en verðmæti þess sem stolið var hleypur á milljónum króna samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðilum. Maðurinn neitar sök en honum var sleppt í kjölfar yfirheyrsla og húsleitar.

Rannsókn málsins hófst um leið og innbrotið uppgötvaðist að morgni sunnudagsins 2. ágúst. Í kjölfarið fundust föt sem talin eru hafa verið notuð af innbrotsaðila á tveimur stöðum í miðbæ Hafnarfjarðar en þar fundust einnig umbúðir utan af hluta þeirra skartgripa sem stolið var.

Rannsókn málsins heldur áfram.

Tengdar fréttir

Hafði með sér skart fyrir tugi milljóna

Þjófur lét greipar sópa í skartgripaverslun í Firðinum í Hafnarfirði og tók allt gull, flest allt silfur og alla demanta verslunarinnar auk fjölda annarra dýrmætra gripa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×