Innlent

Hafði með sér skart fyrir tugi milljóna

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Þjófur lét greipar sópa í skartgripaverslun í Firðinum í Hafnarfirði aðfararnótt sunnudags og hafði með sér úr og skartgripi fyrir tugi milljóna króna. Lögreglan lýsir eftir þjófi þessum með myndum úr eftirlitsmyndavél. 

Þjófurinn gætti þess að brjóta sér leið inn í verslunina eins hljóðlega og mögulegt var. Hann komst inn um gegnum neyðarinngang á annarri hæð. 

Eigendur verslunarinnar segja þjófinn hafa eytt 12 mínútum inni í versluninni.

Hann tók allt gull, flest allt silfur og alla demanta verslunarinnar auk fjölda annarra dýrmætra gripa. Enn á eftir að meta tjónið til fulls en þau telja víst að verðmæti þeirra skartgripa sem þjófurinn hlaupi á tugum milljóna. 

Um er að ræða karl­mann sem var klæddur í bláa Hummel íþróttapeysu. Hann var með derhúfu og er skyggnið með íslensku fánalitunum. Eins var hann með bakpoka sem merktur var Hummel og HK.

Þeir sem hafa upplýsingar um manninn eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1142 eða einkaskilaboð á Facebooksíðu LRH.

Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upplýsingum um manninn á myndunum, en hann er grunaður um innbrot í verslun í verslunarmiðstöðinni Firði aðfararnótt 2.ágúst. Þeir sem hafa upplýsingar um manninn eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1142 eða einkaskilaboð á fésbókarsíðu LRH. Um er að ræða karlmann í blárri Hummel íþróttapeysu. Hann er með derhúfu og er skygnið með íslensku fánalitunum. Eins er hann með bakpoka sem merktur er Hummel og HK (Handknattleiksfélag Kópavogs)

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, 3 August 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×