Lögmaður foreldra Stellu Briem skorar á Garðar að biðja hana afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2015 15:03 Björn L. Bergsson lögmaður. Vísir Hæstaréttarlögmaðurinn Björn L. Bergsson hefur skorað á Garðar St. Ólafsson að biðjast afsökunar á orðum hans um Stellu Briem. Björn gætir hagsmuna foreldra Stellu Briem sem lýsti því að hún hefði orðið fyrir árás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið sendir Garðar St. Ólafsson yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem kom fram að hann gætti hagsmuna einnar af stúlkunum þremur sem Stella hafði sakað um að ráðast á sig en Garðar hélt því fram að Stella hefði átt upptökin að átökunum.Segir Garðar fara mikinn í fjölmiðlum Björn segir Garðar hafa farið mikinn í fjölmiðlum með gildishlöðnum ummælum um Stellu og segir Garðar hafa vitnað sjálfur um framgöngu hennar eins og hann hefði verið sjónarvottur að atvikum. „Þú tjáðir þig um huglæga afstöðu hennar til samskipta við ónafngreinda skjólstæðinga þína í Vestmannaeyjum 2. ágúst síðasltiðinn, gerðir henni upp að hafa runnið í skap af ástæðu sem þú vitnar um sem staðreynd og hafa látið hendur skipta. Framganga þessi sætir furðu og er með henni gengið fram úr öllu hófi í meintri hagsmunagæslu fyrir hönd skjólstæðinganna,“ segir Björn í yfirlýsingunni.Garðar Steinn Ólafsson, héraðsdómslögmaðurVísir/AFP„Stella nafngreindi engan“ Björn segir framgöngu Stellu ekki hafa gefið tilefni til að ráðist sé með þessum hætti gegn persónu hennar og friðhelgi, síst af lögmanni. Björn segir Stellu hafa greint frá því opinberlega að hafa orðið fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum og greina frá því af hvaða ástæðu hún taldi þá árás hafa átt sér stað. „Stella nafngreindi engan í þeirri yfirlýsingu. Aðrir sem sáu um þessa yfirlýsingu og höfðu orðið vitni að árásinni urðu síðan til þess að nafngreina eina stúlku. Nafn hennar var þar með ekki komið í þessa rafrænu umfjöllun fyrir tilstuðlan Stellu,“ segir Björn.Leitaði ásjár yfirvalda í Vestmannaeyjum Hann segir Stellu hafa leitað ásjár yfirvalda í Vestmannaeyjum og aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna og svo að nýju þegar til Reykjavíkur var komið. „Heimildarmenn þínir hjá lögreglunni sem ekki gátu staðfest slíkt eru því annað hvort illa upplýstir eða hafa kosið að greina ekki rétt frá málavöxtum,“ segir Björn við Garðar. Björn segir óhjákvæmilegt að vekja athygli á 34. Grein siðareglna lögmanna sem fjallar um þá skyldu lögmanns að sýna gagnaðilum skjólstæðinga sinna fulla virðingu og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðinga. „Eins og þér er kunnugt er æra fólks varin af 71. grein stjórnarskrár og að ærumeiðingar varða við hegningarlög,“ segir Björn við Garðar.Skorar á Garðar að gæta betra hófs Hann skorar á Garðar að gæta betra hófs í framgöngu gagnvart dóttur skjólstæðinga hans hér eftir og biðjast jafnframt afsökunar á orðum hans um hana. „Vart þarf að fjölyrða um hve viðurhlutamikið það kann að reynast að lögmaður gangi svo harkalega fram. Sérstaklega gagnvart ólögráða einstaklingi en það að viðkomandi veiti feministafélagi innan menntaskóla forstöðu upphefur á engan hátt æruvernd hennar.“ Tengdar fréttir Segir Stellu Briem hafa átt upptökin að átökunum Ein af stúlkunum sem Stella sakaði um árás hefur leitað til lögmannsins Garðar St. Ólafssonar sem hefur sent frá sér yfirlýsingu. 5. ágúst 2015 12:45 „Ég var lamin á Þjóðhátíð fyrir að vera feministi“ Þjár ókunnugar stelpur réðust á Stellu Briem á Þjóðhátíð í Eyjum. 3. ágúst 2015 15:22 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Hæstaréttarlögmaðurinn Björn L. Bergsson hefur skorað á Garðar St. Ólafsson að biðjast afsökunar á orðum hans um Stellu Briem. Björn gætir hagsmuna foreldra Stellu Briem sem lýsti því að hún hefði orðið fyrir árás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið sendir Garðar St. Ólafsson yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem kom fram að hann gætti hagsmuna einnar af stúlkunum þremur sem Stella hafði sakað um að ráðast á sig en Garðar hélt því fram að Stella hefði átt upptökin að átökunum.Segir Garðar fara mikinn í fjölmiðlum Björn segir Garðar hafa farið mikinn í fjölmiðlum með gildishlöðnum ummælum um Stellu og segir Garðar hafa vitnað sjálfur um framgöngu hennar eins og hann hefði verið sjónarvottur að atvikum. „Þú tjáðir þig um huglæga afstöðu hennar til samskipta við ónafngreinda skjólstæðinga þína í Vestmannaeyjum 2. ágúst síðasltiðinn, gerðir henni upp að hafa runnið í skap af ástæðu sem þú vitnar um sem staðreynd og hafa látið hendur skipta. Framganga þessi sætir furðu og er með henni gengið fram úr öllu hófi í meintri hagsmunagæslu fyrir hönd skjólstæðinganna,“ segir Björn í yfirlýsingunni.Garðar Steinn Ólafsson, héraðsdómslögmaðurVísir/AFP„Stella nafngreindi engan“ Björn segir framgöngu Stellu ekki hafa gefið tilefni til að ráðist sé með þessum hætti gegn persónu hennar og friðhelgi, síst af lögmanni. Björn segir Stellu hafa greint frá því opinberlega að hafa orðið fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum og greina frá því af hvaða ástæðu hún taldi þá árás hafa átt sér stað. „Stella nafngreindi engan í þeirri yfirlýsingu. Aðrir sem sáu um þessa yfirlýsingu og höfðu orðið vitni að árásinni urðu síðan til þess að nafngreina eina stúlku. Nafn hennar var þar með ekki komið í þessa rafrænu umfjöllun fyrir tilstuðlan Stellu,“ segir Björn.Leitaði ásjár yfirvalda í Vestmannaeyjum Hann segir Stellu hafa leitað ásjár yfirvalda í Vestmannaeyjum og aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna og svo að nýju þegar til Reykjavíkur var komið. „Heimildarmenn þínir hjá lögreglunni sem ekki gátu staðfest slíkt eru því annað hvort illa upplýstir eða hafa kosið að greina ekki rétt frá málavöxtum,“ segir Björn við Garðar. Björn segir óhjákvæmilegt að vekja athygli á 34. Grein siðareglna lögmanna sem fjallar um þá skyldu lögmanns að sýna gagnaðilum skjólstæðinga sinna fulla virðingu og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðinga. „Eins og þér er kunnugt er æra fólks varin af 71. grein stjórnarskrár og að ærumeiðingar varða við hegningarlög,“ segir Björn við Garðar.Skorar á Garðar að gæta betra hófs Hann skorar á Garðar að gæta betra hófs í framgöngu gagnvart dóttur skjólstæðinga hans hér eftir og biðjast jafnframt afsökunar á orðum hans um hana. „Vart þarf að fjölyrða um hve viðurhlutamikið það kann að reynast að lögmaður gangi svo harkalega fram. Sérstaklega gagnvart ólögráða einstaklingi en það að viðkomandi veiti feministafélagi innan menntaskóla forstöðu upphefur á engan hátt æruvernd hennar.“
Tengdar fréttir Segir Stellu Briem hafa átt upptökin að átökunum Ein af stúlkunum sem Stella sakaði um árás hefur leitað til lögmannsins Garðar St. Ólafssonar sem hefur sent frá sér yfirlýsingu. 5. ágúst 2015 12:45 „Ég var lamin á Þjóðhátíð fyrir að vera feministi“ Þjár ókunnugar stelpur réðust á Stellu Briem á Þjóðhátíð í Eyjum. 3. ágúst 2015 15:22 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Segir Stellu Briem hafa átt upptökin að átökunum Ein af stúlkunum sem Stella sakaði um árás hefur leitað til lögmannsins Garðar St. Ólafssonar sem hefur sent frá sér yfirlýsingu. 5. ágúst 2015 12:45
„Ég var lamin á Þjóðhátíð fyrir að vera feministi“ Þjár ókunnugar stelpur réðust á Stellu Briem á Þjóðhátíð í Eyjum. 3. ágúst 2015 15:22