Æðstu stjórnendur heilbrigðismála krafðir svara Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2015 13:12 Heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendur Landsspítalans koma fyrir velferðarnefnd Alþingis eftir hádegi til að svara því hvort áætlanir séu til um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum á spítalanum. Formaður nefndarinnar segir starfsmannaleigu geta leyst skammtímavanda en heilbrigðiskerfið verði ekki rekið til lengri tíma nema með fastráðnu starfsfólki. Velferðarnefnd Alþingis kemur saman til aukafundar klukkan eitt vegna þess ástands sem er innan Landsspítalans. Kjaramál hjúkrunarfræðinga eru nú fyrir gerðardómi eftir að mikill meirihluti þeirra felldi nýgerðan kjarasamnng. Rúmlega þrjúhundruð starfsmenn hafa sagt upp störfum á Landsspítalanum að undanförnu þar af um 260 hjúkrunarfræðingar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að á fundinum muni æðsta stjórn heilbrigðismála í landinu sitja fyrir svörum nefndarmanna, það er að segja heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landsspítalans þótt uppsagnir nái einnig til annarra heilbrigðsstofnanna en spítalans. „Og það sem við viljum vita er hverjar afleiðingarnar yrðu ef til þessara uppsagna kemur. Hvað sé verið að gera til að koma í veg fyrir að þessar uppsagnir taki gildi og ef þær taka gildi hvaða áætlanir stjórnvöld séu þá með til að bregðast við þeim alvarlega vanda sem skapast,“ segir Sigríður Ingibjörg. Málið sé nú fyrir gerðardómi. En Bjarni Benediktsason fjármálaráðherra hafi sett fram víðari túlkun á umboði gerðardóms en beinlínis hafi komið fram í lögum sem sett voru um hann í vor. „En það sem stjórnvöld þurfa að gera er að segja með skýrum hætti að það eigi að setja aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið og það eigi að leysa þessa deilu. Þetta eru mikilvægar stéttir og við getum ekki misst þær, segir formaður velferðarnefndar. Hópur hjúkrunarfræðinga sem sagt hefur upp störfum hyggst stofna starfsmannaleigu sem selja muni Landsspítalanum þjónustu sína. Þá hefur Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt í fréttum okkar að þessi staða bjóði upp á tækifæri til einkavæðingar í tengslum við heilbrigðiskerfið. Formaður velferðarnefndar segir hægt að leysa afmarkaðan og tímabundinn vanda með starfsmannaleigum. „En til lengri tíma litið verður heilbrigðiskerfið ekki rekið nema með fastráðnu starfsfólki og allt tal um einhverja einkavæðingu lýsir bara skilningsleysi á kerfinuÞví það mun eingöngu verða dýrarar og verra heilbrigðiskerfi til lengri tíma litið,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Alþingi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendur Landsspítalans koma fyrir velferðarnefnd Alþingis eftir hádegi til að svara því hvort áætlanir séu til um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum á spítalanum. Formaður nefndarinnar segir starfsmannaleigu geta leyst skammtímavanda en heilbrigðiskerfið verði ekki rekið til lengri tíma nema með fastráðnu starfsfólki. Velferðarnefnd Alþingis kemur saman til aukafundar klukkan eitt vegna þess ástands sem er innan Landsspítalans. Kjaramál hjúkrunarfræðinga eru nú fyrir gerðardómi eftir að mikill meirihluti þeirra felldi nýgerðan kjarasamnng. Rúmlega þrjúhundruð starfsmenn hafa sagt upp störfum á Landsspítalanum að undanförnu þar af um 260 hjúkrunarfræðingar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að á fundinum muni æðsta stjórn heilbrigðismála í landinu sitja fyrir svörum nefndarmanna, það er að segja heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landsspítalans þótt uppsagnir nái einnig til annarra heilbrigðsstofnanna en spítalans. „Og það sem við viljum vita er hverjar afleiðingarnar yrðu ef til þessara uppsagna kemur. Hvað sé verið að gera til að koma í veg fyrir að þessar uppsagnir taki gildi og ef þær taka gildi hvaða áætlanir stjórnvöld séu þá með til að bregðast við þeim alvarlega vanda sem skapast,“ segir Sigríður Ingibjörg. Málið sé nú fyrir gerðardómi. En Bjarni Benediktsason fjármálaráðherra hafi sett fram víðari túlkun á umboði gerðardóms en beinlínis hafi komið fram í lögum sem sett voru um hann í vor. „En það sem stjórnvöld þurfa að gera er að segja með skýrum hætti að það eigi að setja aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið og það eigi að leysa þessa deilu. Þetta eru mikilvægar stéttir og við getum ekki misst þær, segir formaður velferðarnefndar. Hópur hjúkrunarfræðinga sem sagt hefur upp störfum hyggst stofna starfsmannaleigu sem selja muni Landsspítalanum þjónustu sína. Þá hefur Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt í fréttum okkar að þessi staða bjóði upp á tækifæri til einkavæðingar í tengslum við heilbrigðiskerfið. Formaður velferðarnefndar segir hægt að leysa afmarkaðan og tímabundinn vanda með starfsmannaleigum. „En til lengri tíma litið verður heilbrigðiskerfið ekki rekið nema með fastráðnu starfsfólki og allt tal um einhverja einkavæðingu lýsir bara skilningsleysi á kerfinuÞví það mun eingöngu verða dýrarar og verra heilbrigðiskerfi til lengri tíma litið,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Alþingi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira