Æðstu stjórnendur heilbrigðismála krafðir svara Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2015 13:12 Heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendur Landsspítalans koma fyrir velferðarnefnd Alþingis eftir hádegi til að svara því hvort áætlanir séu til um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum á spítalanum. Formaður nefndarinnar segir starfsmannaleigu geta leyst skammtímavanda en heilbrigðiskerfið verði ekki rekið til lengri tíma nema með fastráðnu starfsfólki. Velferðarnefnd Alþingis kemur saman til aukafundar klukkan eitt vegna þess ástands sem er innan Landsspítalans. Kjaramál hjúkrunarfræðinga eru nú fyrir gerðardómi eftir að mikill meirihluti þeirra felldi nýgerðan kjarasamnng. Rúmlega þrjúhundruð starfsmenn hafa sagt upp störfum á Landsspítalanum að undanförnu þar af um 260 hjúkrunarfræðingar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að á fundinum muni æðsta stjórn heilbrigðismála í landinu sitja fyrir svörum nefndarmanna, það er að segja heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landsspítalans þótt uppsagnir nái einnig til annarra heilbrigðsstofnanna en spítalans. „Og það sem við viljum vita er hverjar afleiðingarnar yrðu ef til þessara uppsagna kemur. Hvað sé verið að gera til að koma í veg fyrir að þessar uppsagnir taki gildi og ef þær taka gildi hvaða áætlanir stjórnvöld séu þá með til að bregðast við þeim alvarlega vanda sem skapast,“ segir Sigríður Ingibjörg. Málið sé nú fyrir gerðardómi. En Bjarni Benediktsason fjármálaráðherra hafi sett fram víðari túlkun á umboði gerðardóms en beinlínis hafi komið fram í lögum sem sett voru um hann í vor. „En það sem stjórnvöld þurfa að gera er að segja með skýrum hætti að það eigi að setja aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið og það eigi að leysa þessa deilu. Þetta eru mikilvægar stéttir og við getum ekki misst þær, segir formaður velferðarnefndar. Hópur hjúkrunarfræðinga sem sagt hefur upp störfum hyggst stofna starfsmannaleigu sem selja muni Landsspítalanum þjónustu sína. Þá hefur Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt í fréttum okkar að þessi staða bjóði upp á tækifæri til einkavæðingar í tengslum við heilbrigðiskerfið. Formaður velferðarnefndar segir hægt að leysa afmarkaðan og tímabundinn vanda með starfsmannaleigum. „En til lengri tíma litið verður heilbrigðiskerfið ekki rekið nema með fastráðnu starfsfólki og allt tal um einhverja einkavæðingu lýsir bara skilningsleysi á kerfinuÞví það mun eingöngu verða dýrarar og verra heilbrigðiskerfi til lengri tíma litið,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendur Landsspítalans koma fyrir velferðarnefnd Alþingis eftir hádegi til að svara því hvort áætlanir séu til um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum á spítalanum. Formaður nefndarinnar segir starfsmannaleigu geta leyst skammtímavanda en heilbrigðiskerfið verði ekki rekið til lengri tíma nema með fastráðnu starfsfólki. Velferðarnefnd Alþingis kemur saman til aukafundar klukkan eitt vegna þess ástands sem er innan Landsspítalans. Kjaramál hjúkrunarfræðinga eru nú fyrir gerðardómi eftir að mikill meirihluti þeirra felldi nýgerðan kjarasamnng. Rúmlega þrjúhundruð starfsmenn hafa sagt upp störfum á Landsspítalanum að undanförnu þar af um 260 hjúkrunarfræðingar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að á fundinum muni æðsta stjórn heilbrigðismála í landinu sitja fyrir svörum nefndarmanna, það er að segja heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landsspítalans þótt uppsagnir nái einnig til annarra heilbrigðsstofnanna en spítalans. „Og það sem við viljum vita er hverjar afleiðingarnar yrðu ef til þessara uppsagna kemur. Hvað sé verið að gera til að koma í veg fyrir að þessar uppsagnir taki gildi og ef þær taka gildi hvaða áætlanir stjórnvöld séu þá með til að bregðast við þeim alvarlega vanda sem skapast,“ segir Sigríður Ingibjörg. Málið sé nú fyrir gerðardómi. En Bjarni Benediktsason fjármálaráðherra hafi sett fram víðari túlkun á umboði gerðardóms en beinlínis hafi komið fram í lögum sem sett voru um hann í vor. „En það sem stjórnvöld þurfa að gera er að segja með skýrum hætti að það eigi að setja aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið og það eigi að leysa þessa deilu. Þetta eru mikilvægar stéttir og við getum ekki misst þær, segir formaður velferðarnefndar. Hópur hjúkrunarfræðinga sem sagt hefur upp störfum hyggst stofna starfsmannaleigu sem selja muni Landsspítalanum þjónustu sína. Þá hefur Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt í fréttum okkar að þessi staða bjóði upp á tækifæri til einkavæðingar í tengslum við heilbrigðiskerfið. Formaður velferðarnefndar segir hægt að leysa afmarkaðan og tímabundinn vanda með starfsmannaleigum. „En til lengri tíma litið verður heilbrigðiskerfið ekki rekið nema með fastráðnu starfsfólki og allt tal um einhverja einkavæðingu lýsir bara skilningsleysi á kerfinuÞví það mun eingöngu verða dýrarar og verra heilbrigðiskerfi til lengri tíma litið,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent