Staðgöngumóðir vill barn sitt til baka vegna þess að ætlaðir foreldrar eru hommar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2015 23:38 Lake og Santos ásamt Carmen. Mynd/NPR „Ég hef engan rétt yfir Carmen samkvæmt lögum. Konan sem fæddi hana hefur lögin sín megin,“ segir Bud Lake, maður sem fór ásamt eiginmanni sínum Manuel Santos til Tælands í því skyni að greiða staðgöngumóður fyrir að gana með barn þeirra. En eftir að dóttir þeirra, Carmen, fæddist í janúar sagðist staðgöngumóðirin vilja halda henni. Nú er framtíð Carmen í höndum tælenskra dómstóla. Lake og Santos hafa síðan dvalist í Bangkok og óttast um afdrif Carmen sem þeir telja án alls vafa að sé dóttir þeirra. Aðstæðurnar í Tælandi eru flóknar hvað varðar staðgöngumæðrun þessa stundina. Áður var mikill iðnaður í kringum staðgöngumæðrun í Tælandi og algengt að erlend pör sem ekki gátu eignast börn ferðuðust til landsins í því skyni að finna staðgöngumóður.Lagalega flókið mál En nú hafa yfirvöld ákveðið að leggja blátt bann við iðjunni og lög sem kveða á um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sé refsivert athæfi taka gildi í lok mánaðar. Feður Carmen vonast til þess að geta nýtt sér tímabundið ákvæði í lögunum sem myndi leyfa þeim að fara heim með Carmen en samkvæmt ákvæðinu eru fyrirhugaðir foreldrar skilgreindir sem eiginkona og eiginmaður. Ákvæðið kveður á um að þeir foreldrar sem þegar áttu von á barni í gegnum tælenska staðgöngumóður hafi leyfi til að taka barnið með sér heim. Carmen er líffræðilega dóttir Lake og annarrar konu sem gaf egg sitt. Lake heldur að Kusolsang, staðgöngumóðirin, hafi hætt við að gefa þeim Carmen eftir að hún komst að því að þeir væru hommar. Á fyrsta sáttafundi parsins og staðgöngumóðurinnar „sagði hún að við værum ekki venjuleg fjölskylda,“ sagði Lake í samtali við CNN. Kusolsang hefur þvertók fyrir það að kynhneigð mannanna sé vandamálið í samtali við CNN og segist aðeins hafa velferð barnsins síns í huga. „Ég sakna hennar á hverjum degi,“ sagði Kusolsang. „Maður sér hvað heimurinn er vondur í dag. Og ég bara veit ekki hvað þeir ætla að gera við barnið mitt.“„Ég vil ekki peningana, ekki eina krónu.“ Hún sagði í samtali við CNN að hún hefði skipt um skoðun fyrir mörgum mánuðum og reynt án árangurs að finna frekari upplýsingar um fyrirhugaða foreldra barnsins sem hún bar þá undir belti. Hún hefur skrifað bæði lögreglunni á Tælandi og sendiráði Bandaríkjanna þar sem hún biður um að fá að halda Carmen og skila peningum Lake og Santos. „Ég vil ekki peningana hans, ekki eina krónu,“ sagði hún. Hins vegar hefur NPR fréttastofan það eftir henni að kynhneigð mannanna sé raunverulega vandamálið. Þeir séu af sama kyni ekki eins og „kona og karl sem gætu annast barn.“ Hún gefur þó upp fleiri ástæður. „Í öðru lagi þá vildu þeir ekki tala við mig þegar ég hafði samband við þá til að hitta barnið. Í þriðja lagi vildu þeir ekki leyfa mér að hitta hana þegar ég grátbað þá um það. Þeir hafa komið mjög illa fram við mig og leyfa mér ekki að hitta barnið.“ „Fyrir okkur er ekki möguleiki að missa Carmen,“ sagði Lake. „Hún er dóttir okkar og dóttir okkar á að vera hjá okkur.“ Parið hyggst fara til dómara 30. júlí næstkomandi og leggja fram formlega beiðni um að fá að fara með Carmen úr landinu. Þeir ætla að dvelja í Tælandi eins lengi og deilan við staðgöngumóðurin stendur. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
„Ég hef engan rétt yfir Carmen samkvæmt lögum. Konan sem fæddi hana hefur lögin sín megin,“ segir Bud Lake, maður sem fór ásamt eiginmanni sínum Manuel Santos til Tælands í því skyni að greiða staðgöngumóður fyrir að gana með barn þeirra. En eftir að dóttir þeirra, Carmen, fæddist í janúar sagðist staðgöngumóðirin vilja halda henni. Nú er framtíð Carmen í höndum tælenskra dómstóla. Lake og Santos hafa síðan dvalist í Bangkok og óttast um afdrif Carmen sem þeir telja án alls vafa að sé dóttir þeirra. Aðstæðurnar í Tælandi eru flóknar hvað varðar staðgöngumæðrun þessa stundina. Áður var mikill iðnaður í kringum staðgöngumæðrun í Tælandi og algengt að erlend pör sem ekki gátu eignast börn ferðuðust til landsins í því skyni að finna staðgöngumóður.Lagalega flókið mál En nú hafa yfirvöld ákveðið að leggja blátt bann við iðjunni og lög sem kveða á um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sé refsivert athæfi taka gildi í lok mánaðar. Feður Carmen vonast til þess að geta nýtt sér tímabundið ákvæði í lögunum sem myndi leyfa þeim að fara heim með Carmen en samkvæmt ákvæðinu eru fyrirhugaðir foreldrar skilgreindir sem eiginkona og eiginmaður. Ákvæðið kveður á um að þeir foreldrar sem þegar áttu von á barni í gegnum tælenska staðgöngumóður hafi leyfi til að taka barnið með sér heim. Carmen er líffræðilega dóttir Lake og annarrar konu sem gaf egg sitt. Lake heldur að Kusolsang, staðgöngumóðirin, hafi hætt við að gefa þeim Carmen eftir að hún komst að því að þeir væru hommar. Á fyrsta sáttafundi parsins og staðgöngumóðurinnar „sagði hún að við værum ekki venjuleg fjölskylda,“ sagði Lake í samtali við CNN. Kusolsang hefur þvertók fyrir það að kynhneigð mannanna sé vandamálið í samtali við CNN og segist aðeins hafa velferð barnsins síns í huga. „Ég sakna hennar á hverjum degi,“ sagði Kusolsang. „Maður sér hvað heimurinn er vondur í dag. Og ég bara veit ekki hvað þeir ætla að gera við barnið mitt.“„Ég vil ekki peningana, ekki eina krónu.“ Hún sagði í samtali við CNN að hún hefði skipt um skoðun fyrir mörgum mánuðum og reynt án árangurs að finna frekari upplýsingar um fyrirhugaða foreldra barnsins sem hún bar þá undir belti. Hún hefur skrifað bæði lögreglunni á Tælandi og sendiráði Bandaríkjanna þar sem hún biður um að fá að halda Carmen og skila peningum Lake og Santos. „Ég vil ekki peningana hans, ekki eina krónu,“ sagði hún. Hins vegar hefur NPR fréttastofan það eftir henni að kynhneigð mannanna sé raunverulega vandamálið. Þeir séu af sama kyni ekki eins og „kona og karl sem gætu annast barn.“ Hún gefur þó upp fleiri ástæður. „Í öðru lagi þá vildu þeir ekki tala við mig þegar ég hafði samband við þá til að hitta barnið. Í þriðja lagi vildu þeir ekki leyfa mér að hitta hana þegar ég grátbað þá um það. Þeir hafa komið mjög illa fram við mig og leyfa mér ekki að hitta barnið.“ „Fyrir okkur er ekki möguleiki að missa Carmen,“ sagði Lake. „Hún er dóttir okkar og dóttir okkar á að vera hjá okkur.“ Parið hyggst fara til dómara 30. júlí næstkomandi og leggja fram formlega beiðni um að fá að fara með Carmen úr landinu. Þeir ætla að dvelja í Tælandi eins lengi og deilan við staðgöngumóðurin stendur.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira