Staðgöngumóðir vill barn sitt til baka vegna þess að ætlaðir foreldrar eru hommar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2015 23:38 Lake og Santos ásamt Carmen. Mynd/NPR „Ég hef engan rétt yfir Carmen samkvæmt lögum. Konan sem fæddi hana hefur lögin sín megin,“ segir Bud Lake, maður sem fór ásamt eiginmanni sínum Manuel Santos til Tælands í því skyni að greiða staðgöngumóður fyrir að gana með barn þeirra. En eftir að dóttir þeirra, Carmen, fæddist í janúar sagðist staðgöngumóðirin vilja halda henni. Nú er framtíð Carmen í höndum tælenskra dómstóla. Lake og Santos hafa síðan dvalist í Bangkok og óttast um afdrif Carmen sem þeir telja án alls vafa að sé dóttir þeirra. Aðstæðurnar í Tælandi eru flóknar hvað varðar staðgöngumæðrun þessa stundina. Áður var mikill iðnaður í kringum staðgöngumæðrun í Tælandi og algengt að erlend pör sem ekki gátu eignast börn ferðuðust til landsins í því skyni að finna staðgöngumóður.Lagalega flókið mál En nú hafa yfirvöld ákveðið að leggja blátt bann við iðjunni og lög sem kveða á um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sé refsivert athæfi taka gildi í lok mánaðar. Feður Carmen vonast til þess að geta nýtt sér tímabundið ákvæði í lögunum sem myndi leyfa þeim að fara heim með Carmen en samkvæmt ákvæðinu eru fyrirhugaðir foreldrar skilgreindir sem eiginkona og eiginmaður. Ákvæðið kveður á um að þeir foreldrar sem þegar áttu von á barni í gegnum tælenska staðgöngumóður hafi leyfi til að taka barnið með sér heim. Carmen er líffræðilega dóttir Lake og annarrar konu sem gaf egg sitt. Lake heldur að Kusolsang, staðgöngumóðirin, hafi hætt við að gefa þeim Carmen eftir að hún komst að því að þeir væru hommar. Á fyrsta sáttafundi parsins og staðgöngumóðurinnar „sagði hún að við værum ekki venjuleg fjölskylda,“ sagði Lake í samtali við CNN. Kusolsang hefur þvertók fyrir það að kynhneigð mannanna sé vandamálið í samtali við CNN og segist aðeins hafa velferð barnsins síns í huga. „Ég sakna hennar á hverjum degi,“ sagði Kusolsang. „Maður sér hvað heimurinn er vondur í dag. Og ég bara veit ekki hvað þeir ætla að gera við barnið mitt.“„Ég vil ekki peningana, ekki eina krónu.“ Hún sagði í samtali við CNN að hún hefði skipt um skoðun fyrir mörgum mánuðum og reynt án árangurs að finna frekari upplýsingar um fyrirhugaða foreldra barnsins sem hún bar þá undir belti. Hún hefur skrifað bæði lögreglunni á Tælandi og sendiráði Bandaríkjanna þar sem hún biður um að fá að halda Carmen og skila peningum Lake og Santos. „Ég vil ekki peningana hans, ekki eina krónu,“ sagði hún. Hins vegar hefur NPR fréttastofan það eftir henni að kynhneigð mannanna sé raunverulega vandamálið. Þeir séu af sama kyni ekki eins og „kona og karl sem gætu annast barn.“ Hún gefur þó upp fleiri ástæður. „Í öðru lagi þá vildu þeir ekki tala við mig þegar ég hafði samband við þá til að hitta barnið. Í þriðja lagi vildu þeir ekki leyfa mér að hitta hana þegar ég grátbað þá um það. Þeir hafa komið mjög illa fram við mig og leyfa mér ekki að hitta barnið.“ „Fyrir okkur er ekki möguleiki að missa Carmen,“ sagði Lake. „Hún er dóttir okkar og dóttir okkar á að vera hjá okkur.“ Parið hyggst fara til dómara 30. júlí næstkomandi og leggja fram formlega beiðni um að fá að fara með Carmen úr landinu. Þeir ætla að dvelja í Tælandi eins lengi og deilan við staðgöngumóðurin stendur. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
„Ég hef engan rétt yfir Carmen samkvæmt lögum. Konan sem fæddi hana hefur lögin sín megin,“ segir Bud Lake, maður sem fór ásamt eiginmanni sínum Manuel Santos til Tælands í því skyni að greiða staðgöngumóður fyrir að gana með barn þeirra. En eftir að dóttir þeirra, Carmen, fæddist í janúar sagðist staðgöngumóðirin vilja halda henni. Nú er framtíð Carmen í höndum tælenskra dómstóla. Lake og Santos hafa síðan dvalist í Bangkok og óttast um afdrif Carmen sem þeir telja án alls vafa að sé dóttir þeirra. Aðstæðurnar í Tælandi eru flóknar hvað varðar staðgöngumæðrun þessa stundina. Áður var mikill iðnaður í kringum staðgöngumæðrun í Tælandi og algengt að erlend pör sem ekki gátu eignast börn ferðuðust til landsins í því skyni að finna staðgöngumóður.Lagalega flókið mál En nú hafa yfirvöld ákveðið að leggja blátt bann við iðjunni og lög sem kveða á um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sé refsivert athæfi taka gildi í lok mánaðar. Feður Carmen vonast til þess að geta nýtt sér tímabundið ákvæði í lögunum sem myndi leyfa þeim að fara heim með Carmen en samkvæmt ákvæðinu eru fyrirhugaðir foreldrar skilgreindir sem eiginkona og eiginmaður. Ákvæðið kveður á um að þeir foreldrar sem þegar áttu von á barni í gegnum tælenska staðgöngumóður hafi leyfi til að taka barnið með sér heim. Carmen er líffræðilega dóttir Lake og annarrar konu sem gaf egg sitt. Lake heldur að Kusolsang, staðgöngumóðirin, hafi hætt við að gefa þeim Carmen eftir að hún komst að því að þeir væru hommar. Á fyrsta sáttafundi parsins og staðgöngumóðurinnar „sagði hún að við værum ekki venjuleg fjölskylda,“ sagði Lake í samtali við CNN. Kusolsang hefur þvertók fyrir það að kynhneigð mannanna sé vandamálið í samtali við CNN og segist aðeins hafa velferð barnsins síns í huga. „Ég sakna hennar á hverjum degi,“ sagði Kusolsang. „Maður sér hvað heimurinn er vondur í dag. Og ég bara veit ekki hvað þeir ætla að gera við barnið mitt.“„Ég vil ekki peningana, ekki eina krónu.“ Hún sagði í samtali við CNN að hún hefði skipt um skoðun fyrir mörgum mánuðum og reynt án árangurs að finna frekari upplýsingar um fyrirhugaða foreldra barnsins sem hún bar þá undir belti. Hún hefur skrifað bæði lögreglunni á Tælandi og sendiráði Bandaríkjanna þar sem hún biður um að fá að halda Carmen og skila peningum Lake og Santos. „Ég vil ekki peningana hans, ekki eina krónu,“ sagði hún. Hins vegar hefur NPR fréttastofan það eftir henni að kynhneigð mannanna sé raunverulega vandamálið. Þeir séu af sama kyni ekki eins og „kona og karl sem gætu annast barn.“ Hún gefur þó upp fleiri ástæður. „Í öðru lagi þá vildu þeir ekki tala við mig þegar ég hafði samband við þá til að hitta barnið. Í þriðja lagi vildu þeir ekki leyfa mér að hitta hana þegar ég grátbað þá um það. Þeir hafa komið mjög illa fram við mig og leyfa mér ekki að hitta barnið.“ „Fyrir okkur er ekki möguleiki að missa Carmen,“ sagði Lake. „Hún er dóttir okkar og dóttir okkar á að vera hjá okkur.“ Parið hyggst fara til dómara 30. júlí næstkomandi og leggja fram formlega beiðni um að fá að fara með Carmen úr landinu. Þeir ætla að dvelja í Tælandi eins lengi og deilan við staðgöngumóðurin stendur.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira