Innlent

Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Maðurinn er nú í haldi lögreglu og verður farið fram á gæsluvarðhald yfir honum seinna í dag.
Maðurinn er nú í haldi lögreglu og verður farið fram á gæsluvarðhald yfir honum seinna í dag. visir/heiðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við sóttvarnalækni, rannskar nú mál þar sem karlmaður af erlendum uppruna er grunaður um að hafa smitað ungar konur af alvarlegum smitsjúkdómi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Samkvæmt heimildum Vísis er sjúkdómurinn sem um ræðir HIV.

Rannsóknin snýr meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa verið í samneyti við manninn og hvort að þær séu smitaðar. Vegna alvarleika málsins verður farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum seinna í dag á meðan lögreglan vinnur að frumrannsókn málsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.