Innlent

Skóflustunga tekin að nýjum stúdentaíbúðum

Bjarki Ármannsson skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, tóku fyrstu skóflustunguna í dag.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, tóku fyrstu skóflustunguna í dag. Vísir/Stefán
Fyrsta skóflustungan að nýjum stúdentagörðum við Brautarholt 7 var tekin í dag. Reykjavíkurborg hyggst reisa tvö hús á lóðinni með 102 litlum íbúðum fyrir barnlausa stúdenta.

Að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er stefnt að því að húsin verði tilbúin í ágúst 2016. Með framkvæmdunum sé leitast við að svara eftirspurn eftir stúdentaíbúðum en átta hundruð námsmenn voru á biðlista eftir húsnæði að úthlutun lokinni síðastliðið haust og útlit fyrir að þeir verði töluvert fleiri nú í haust.


Tengdar fréttir

Nýjar stúdentaíbúðir slá lítt á brýna þörf

Áætlað er að um 800 umsækjendur verði á biðlista eftir leiguhúsnæði á Stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) svo þær 300 leigueiningar sem teknar voru í gagnið síðastliðinn vetur duga skammt til að svara þörfinni. Árið 2005 voru helmingi færri á biðlista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×