Innlent

Allir lausir úr haldi í umfangsmiklu e-töflumáli

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögregla lagði hald á vél til e-töflugerðar í geymsluhúsnæði á Granda í Reykjavík.
Lögregla lagði hald á vél til e-töflugerðar í geymsluhúsnæði á Granda í Reykjavík. Vísir/Getty
Karlmennirnir fjórir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna umfangsmikillar fíkniefnarannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru nú allir lausir úr haldi. Fimm voru upphaflega handteknir í þágu rannsóknarinnar, auk þess sem lögregla lagði hald á vél til e-töflugerðar í geymsluhúsnæði á Granda í Reykjavík.

Samkvæmt heimildum Vísis eru mennirnir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald allir Íslendingar. Tveir voru enn í haldi lögreglu þegar fyrstu fréttir voru sagðar af málinu þann 14. júlí síðastliðinn en þeir eru nú báðir lausir. Sá sem lengst var hafði verið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun júlí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×