Óskar eftir aðstoð við upprunaleit sína: „Af hverju var ég skilin eftir á barnaheimili til þess að veslast upp?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2015 20:51 Kolbrún Sara deildi mynd af fyrstu skrefunum sínum á íslenskri grund. mynd/kolbrún sara „Eg fór til Kirshir í sumar og hitti fólkið mitt þar. Ef þú vilt einhvern tímann reyna að hafa upp á þínu fólki þá er ég meira en til í að hjálpa.” Svona hljóðuðu skilaboðin sem fengu Kolbrúnu Söru Larsen til að hefja leitina að uppruna sínum, „líta hvorki meira né minna en 33 ár aftur í tímann og freista þess að opna eina mjög svo þunga og lamaða hurð.“ Kolbrún Sara var einungis kornabarn þegar hún var skilin eftir á barnaheimili í Tyrklandi „til að veslast upp” eins og hún kemst að orði í Facebook-færslu sinni. Hún leitar nú aðstoðar við að hafa upp á líffræðilegum foreldrum sínum og svörunum við þeim spurningum sem hafa leitað á hana í gegnum árin. Kolbrún Sara var ættleidd af íslenskum foreldrum sem hún segir að hafi alltaf haft upplýsingar um fyrra líf hennar uppi á borðum og hafi hún því alltaf vitað að hún væri ættleidd. Það var þó vinabeiðni og skilaboðin hér að ofan sem fengu hana til að hefja leitina að upprunanum á ný, „sem snéru ryðgaðri taug í gang” eins og hún kemst að orði. „Hún verður ekki auðveld og margar hindranir eru í veginum. Enginn lykill er fyrir hendi og engin töfraþula verður kveðin. Henni gæti allt eins verið skellt aftur ef hun á annað borð lokast upp. Enn eitt er víst að rónna finn ég ekki fyrr en ég veit og skil af hverju ég varð ”fyrir” Íslands og ”eftir” Tyrklands barn,” segir Kolbrún.Finnur fyrir rótleysi og er öðruvísi þenkjandi Þrátt fyrir þetta segist hún ekki munu finna sálarró ef hún ráðist ekki í leitina. Hún verði að fá svör við því hugarangri sem hefur plagað hana síðustu ár og áratugi. „Á ég systkini? Líkist ég (líffræðilegu) mömmu minni eða pabba? Hvernig lífi lifa þau? Hvaða erfðasjúkdómar plaga fólkið mitt þarna syðra? Tengist fortíðin mín því að ég finn fyrir rótleysi og aldrei fundið fyrir heimþrá (svona eins og sumir útskýra heimþrá)? Af hverju hefur mér aldrei fundist ég tilheyra ákveðinni ætt/fjölskyldu annarri en mömmu og pabba eða afa og ömmu? Af hverju hefur mér fundist ég alltaf vera öðruvísi þenkjandi og alltaf eytt mikilli orku í að passa inn í einhvers konar fallega mynd? Ætli ég sé kannski gleymda prinsessan sem á að erfa höll með síki umkringda og þess vegna send til að deyja?“ spyr Kolbrún Sara sem efast þó um að þessu kunni nokkurn tímann verið svarað. Hún leitar því aðstoðar vina, vandamanna og annarra áhugamanna sem hún hvetur til að hafa samband við sig. „Kannski verð ég mjög fræg og þetta einstakt tækifæri til þess að rita söguna mína. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Kolbrún í lok færslu sinnar og lætur myndina hér að ofan fylgja með – „ mynd af fyrstu skrefum Tyrknesku prinsessunnar með mömmu sinni á Íslenskri grundu. Táknræn mynd fyrir fyrstu skrefin mín á vit nýrra ævintýra,“ eins og Kolbrún Sara Larsen kemst að orði. Færsluna hennar má nálgast hér að neðan en Kolbrún segist hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð síðan hún birti færsluna í gær. Nú erum við að nálgast 2ja ára búsetu í útlandinu. Þvílik upplifun og tækifæri sem við höfum fengið að njóta. Þetta var...Posted by Kolbrún Sara Larsen on Saturday, 25 July 2015 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
„Eg fór til Kirshir í sumar og hitti fólkið mitt þar. Ef þú vilt einhvern tímann reyna að hafa upp á þínu fólki þá er ég meira en til í að hjálpa.” Svona hljóðuðu skilaboðin sem fengu Kolbrúnu Söru Larsen til að hefja leitina að uppruna sínum, „líta hvorki meira né minna en 33 ár aftur í tímann og freista þess að opna eina mjög svo þunga og lamaða hurð.“ Kolbrún Sara var einungis kornabarn þegar hún var skilin eftir á barnaheimili í Tyrklandi „til að veslast upp” eins og hún kemst að orði í Facebook-færslu sinni. Hún leitar nú aðstoðar við að hafa upp á líffræðilegum foreldrum sínum og svörunum við þeim spurningum sem hafa leitað á hana í gegnum árin. Kolbrún Sara var ættleidd af íslenskum foreldrum sem hún segir að hafi alltaf haft upplýsingar um fyrra líf hennar uppi á borðum og hafi hún því alltaf vitað að hún væri ættleidd. Það var þó vinabeiðni og skilaboðin hér að ofan sem fengu hana til að hefja leitina að upprunanum á ný, „sem snéru ryðgaðri taug í gang” eins og hún kemst að orði. „Hún verður ekki auðveld og margar hindranir eru í veginum. Enginn lykill er fyrir hendi og engin töfraþula verður kveðin. Henni gæti allt eins verið skellt aftur ef hun á annað borð lokast upp. Enn eitt er víst að rónna finn ég ekki fyrr en ég veit og skil af hverju ég varð ”fyrir” Íslands og ”eftir” Tyrklands barn,” segir Kolbrún.Finnur fyrir rótleysi og er öðruvísi þenkjandi Þrátt fyrir þetta segist hún ekki munu finna sálarró ef hún ráðist ekki í leitina. Hún verði að fá svör við því hugarangri sem hefur plagað hana síðustu ár og áratugi. „Á ég systkini? Líkist ég (líffræðilegu) mömmu minni eða pabba? Hvernig lífi lifa þau? Hvaða erfðasjúkdómar plaga fólkið mitt þarna syðra? Tengist fortíðin mín því að ég finn fyrir rótleysi og aldrei fundið fyrir heimþrá (svona eins og sumir útskýra heimþrá)? Af hverju hefur mér aldrei fundist ég tilheyra ákveðinni ætt/fjölskyldu annarri en mömmu og pabba eða afa og ömmu? Af hverju hefur mér fundist ég alltaf vera öðruvísi þenkjandi og alltaf eytt mikilli orku í að passa inn í einhvers konar fallega mynd? Ætli ég sé kannski gleymda prinsessan sem á að erfa höll með síki umkringda og þess vegna send til að deyja?“ spyr Kolbrún Sara sem efast þó um að þessu kunni nokkurn tímann verið svarað. Hún leitar því aðstoðar vina, vandamanna og annarra áhugamanna sem hún hvetur til að hafa samband við sig. „Kannski verð ég mjög fræg og þetta einstakt tækifæri til þess að rita söguna mína. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Kolbrún í lok færslu sinnar og lætur myndina hér að ofan fylgja með – „ mynd af fyrstu skrefum Tyrknesku prinsessunnar með mömmu sinni á Íslenskri grundu. Táknræn mynd fyrir fyrstu skrefin mín á vit nýrra ævintýra,“ eins og Kolbrún Sara Larsen kemst að orði. Færsluna hennar má nálgast hér að neðan en Kolbrún segist hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð síðan hún birti færsluna í gær. Nú erum við að nálgast 2ja ára búsetu í útlandinu. Þvílik upplifun og tækifæri sem við höfum fengið að njóta. Þetta var...Posted by Kolbrún Sara Larsen on Saturday, 25 July 2015
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira