Innlent

Ísland hefur enn ekki innleitt flugeldatilskipun

Atli Ísleifsson skrifar
Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.
Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins. Vísir/Stefán
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, sendi í dag frá sér rökstutt álit til íslenskra stjórnvalda með að markmiði að gefa Íslandi lokatækifæri að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um flugelda. Verði ekkert að gert verður Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólnum.

Í frétt á vef ESA segir að Íslandi hafi verið skylt að innleiða tilskipunina fyrir nóvember 2012. Fyrir liggur dómur EFTA-dómstólsins frá september 2014 um að Ísland hafi brotið í bága við EES-samninginn með því að draga innleiðingu tilskipunarinnar.

„Tilskipuninni er ætlað að samræma reglur um viðskipti með flugelda á innri markaðnum í þeim tilgangi að tryggja almannaöryggi og vernda  neytendur.

Þótt Íslandi beri skylda til að hlíta úrlausn EFTA-dómstólsins hefur tilskipunin enn ekki verið innleidd. Því ákvað ESA í dag að senda frá sér rökstutt álit með það að markmiði að gefa Íslandi lokatækifæri til að bæta úr áður en ákveðið verður hvort stefna þurfi Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn á ný.

Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.“

Ísland í neðsta sæti

Ísland var í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna var tekinn saman í frammistöðumati ESA sem birt var í apríl síðastliðinn.

Innleiðingarhalli Íslands var 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Innleiðingarhalli Íslands er sá mesti á öllum innri markaðnum.

Til samanburðar var innleiðingarhallinn að meðaltali 0,5 prósent í öllum ríkjum ESB og Slóvenía eitt ríkja er með innleiðingarhalla umfram 1 prósenta viðmiðið.


Tengdar fréttir

Vill fjölga sérfræðingum í Brussel til að hafa áhrif á tilskipanir

Utanríkisráðherra vill fjölga íslenskum sérfræðingum ráðuneytanna í Brussel til að hafa áhrif á mótun tilskipana sem eru teknar upp í EES-samninginn. Ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd öllum aðgerðum Evrópustefnu sinnar þótt markmið hennar hafi ekki náðst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×